Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 26
að myrða verkalýð Parísar, — Berlín, þar sem Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg létu lífið fyrir morðvörgum afmrhaldsins, — Berlín, borgin þar sem ríkisþinghúsbrun- inn 1933 varð táknið til tólf ára blóði drifn- asta grimmdaræðis sögunnar, — borgin, sem rauði herinn með sínum miklu fórnum og ótrúlega hetjuskap frelsaði úr helgreipum fasismans. Og á þessum Berlínarfundi er ekki lengur ráðgast um hvernig aðall og auðvald skuli skipta þjóðum heims á milli sín til arðráns og yfirdrottnunar. Nú er verkefnið í Berlín að ráðgast um hvernig alþýða Evrópu skuli taka við þrotabúi evrópskrar nýlendustefnu, hvernig alþýða Evrópu skuli lifa af eigin vinnu og eigin auðlindum en ekki annarra — og hvernig hún megi best rétta þjóðum, nýfrjálsum af nýlenduoki, hjálparhönd til uppbyggingar frjálsra þjóðfélaga. Og nú var það ekki eins og 1878 junk- arinn, stórjarðeigandinn, járnkanslari aðals og auðvalds, Bismarck, sem bauð fulltrúa konunga og keisara velkomna til Berlínar, höfuðborgar þýska keisaradæmisins. Það var Erich Honecker, sonur námuverkamanns, sem fæddur var á valdaskeiði Bismarcks og fékk að reyna þá hungur og ofsóknir auð- valdsins, — og sjálfur fékk Erich að kenna á fangelsum fasismans, sat í fangabúðum Hitlers í 10 ár sakir baráttu sinnar, — það var nú hann sem aðalritari Sósíalistiska ein- ingarflokksins, er bauð fulltrúa verkamanna og annarrar alþýðu velkomna í höfuðborg þýska alþýðulýðveldisins — DDR. II. EINING ÁN BANNFÆRINGAR A Berlínarfundinum voru mættir fulltrú- ar 20 kommúnista og annarra verkalýðs- flokka úr öllum löndum Evrópu, nema tveim, það eru: ísland og Albanía. Þarna fluttu ræður frægustu foringjar þessara flokka, jafnt valdaflokka sósíalistísku ríkj- anna sem stórra og smárra kommúnista- flokka auðvaldslandanna. Þar töluðu jafnt Breshnew sem Tito, — hinn síðarnefndi í fyrsta sinn á alþjóðlegri samkomu kommún- istaflokka eftir stríð, — og svo Berlinguer, Marchais og Santiago Carillo, svo nefndir ✓ séu umtöluðustu leiðtogar alþýðu á Italíu, Frakklandi og Spáni. Og allir þessir for- ingjar og flokkar urðu sammála fyrst og fremst undir eftirfarandi höfuðmál: Varðveislu friðarins, slökun á spennu og útrýmingu kalda stríðsins; þeir slógu föstu í ályktun fundarins hve vald imperíalismans, heimsvaldastefnu auðvaldsins, hafði stór- minnkað; þeir kröfðust minnkunar herbún- aðar og upplausnar hernaðarbandalaga; þá var lýst yfir stuðningi við frelsisbarátm ný- lenduþjóðanna og uppbyggingu sjálfstæðra ríkja Jpeirra og að lokum lögð áhersla á út- rýmingu fasismans ekki aðeins í Evrópu held- ur og allstaðar í heiminum. Það hafði tekið nokkurn tíma að ná ein- ingu um þessa ályktun, því ýmsar tilhneig- ingar voru um tíma til þess að setja þar ýmis atriði inn í, sem vitað var að eigi var eining um. En það var fallið frá slíku, við- urkennt í reynd að mismunandi skoðanir væru uppi um ýmsa þætti í stjórnlist og baráttuaðferðum án þess að heildin gerði sig að dómara um réttmæti þeirra. Með öðr- um orðum: það var algerlega fallið frá þeirri bannfæringarstefnu, sem einkenni alþjóð- legar samkomur kommúnista- og annarra verklýðsflokka 1957 og 1960 og bitnuðu þá fyrst og fremst á Kommúnistabandalagi Júgóslavíu. Fyrir okkur íslenska sósíalista er það sér- staklega ánægjulegt að fallið hefur verið frá þessari bannfæringarstefnu. Sósíalistaflokkur- 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.