Réttur


Réttur - 01.08.1976, Síða 26

Réttur - 01.08.1976, Síða 26
að myrða verkalýð Parísar, — Berlín, þar sem Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg létu lífið fyrir morðvörgum afmrhaldsins, — Berlín, borgin þar sem ríkisþinghúsbrun- inn 1933 varð táknið til tólf ára blóði drifn- asta grimmdaræðis sögunnar, — borgin, sem rauði herinn með sínum miklu fórnum og ótrúlega hetjuskap frelsaði úr helgreipum fasismans. Og á þessum Berlínarfundi er ekki lengur ráðgast um hvernig aðall og auðvald skuli skipta þjóðum heims á milli sín til arðráns og yfirdrottnunar. Nú er verkefnið í Berlín að ráðgast um hvernig alþýða Evrópu skuli taka við þrotabúi evrópskrar nýlendustefnu, hvernig alþýða Evrópu skuli lifa af eigin vinnu og eigin auðlindum en ekki annarra — og hvernig hún megi best rétta þjóðum, nýfrjálsum af nýlenduoki, hjálparhönd til uppbyggingar frjálsra þjóðfélaga. Og nú var það ekki eins og 1878 junk- arinn, stórjarðeigandinn, járnkanslari aðals og auðvalds, Bismarck, sem bauð fulltrúa konunga og keisara velkomna til Berlínar, höfuðborgar þýska keisaradæmisins. Það var Erich Honecker, sonur námuverkamanns, sem fæddur var á valdaskeiði Bismarcks og fékk að reyna þá hungur og ofsóknir auð- valdsins, — og sjálfur fékk Erich að kenna á fangelsum fasismans, sat í fangabúðum Hitlers í 10 ár sakir baráttu sinnar, — það var nú hann sem aðalritari Sósíalistiska ein- ingarflokksins, er bauð fulltrúa verkamanna og annarrar alþýðu velkomna í höfuðborg þýska alþýðulýðveldisins — DDR. II. EINING ÁN BANNFÆRINGAR A Berlínarfundinum voru mættir fulltrú- ar 20 kommúnista og annarra verkalýðs- flokka úr öllum löndum Evrópu, nema tveim, það eru: ísland og Albanía. Þarna fluttu ræður frægustu foringjar þessara flokka, jafnt valdaflokka sósíalistísku ríkj- anna sem stórra og smárra kommúnista- flokka auðvaldslandanna. Þar töluðu jafnt Breshnew sem Tito, — hinn síðarnefndi í fyrsta sinn á alþjóðlegri samkomu kommún- istaflokka eftir stríð, — og svo Berlinguer, Marchais og Santiago Carillo, svo nefndir ✓ séu umtöluðustu leiðtogar alþýðu á Italíu, Frakklandi og Spáni. Og allir þessir for- ingjar og flokkar urðu sammála fyrst og fremst undir eftirfarandi höfuðmál: Varðveislu friðarins, slökun á spennu og útrýmingu kalda stríðsins; þeir slógu föstu í ályktun fundarins hve vald imperíalismans, heimsvaldastefnu auðvaldsins, hafði stór- minnkað; þeir kröfðust minnkunar herbún- aðar og upplausnar hernaðarbandalaga; þá var lýst yfir stuðningi við frelsisbarátm ný- lenduþjóðanna og uppbyggingu sjálfstæðra ríkja Jpeirra og að lokum lögð áhersla á út- rýmingu fasismans ekki aðeins í Evrópu held- ur og allstaðar í heiminum. Það hafði tekið nokkurn tíma að ná ein- ingu um þessa ályktun, því ýmsar tilhneig- ingar voru um tíma til þess að setja þar ýmis atriði inn í, sem vitað var að eigi var eining um. En það var fallið frá slíku, við- urkennt í reynd að mismunandi skoðanir væru uppi um ýmsa þætti í stjórnlist og baráttuaðferðum án þess að heildin gerði sig að dómara um réttmæti þeirra. Með öðr- um orðum: það var algerlega fallið frá þeirri bannfæringarstefnu, sem einkenni alþjóð- legar samkomur kommúnista- og annarra verklýðsflokka 1957 og 1960 og bitnuðu þá fyrst og fremst á Kommúnistabandalagi Júgóslavíu. Fyrir okkur íslenska sósíalista er það sér- staklega ánægjulegt að fallið hefur verið frá þessari bannfæringarstefnu. Sósíalistaflokkur- 162

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.