Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 44

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 44
gerði ráð fyrir þingi í tveimur deildum. Til neðri deildar var kosið beinni kosningu til 4 ára, en í efri deild áttu að sitja fulltrúar ýmissa atvinnu- og starfsgreina og annarra hagsmunahópa af ýms- um sviðum þjóðlífsins. Var hér byggt á fyrirmynd frá starfsgreinaskipan (korporatisma) fasista á Italíu. Þing þetta var þó nær alveg valdalaust og nánast ráðgefandi. Því var óheimilt að eiga neins konar frumkvæði að löggjöf ef hún hafði útgjalda- auka í för með sér og stjórnin gat sett lög um hvaðeina með tilskipunum utan þess stutta tíma sem þingið sat á rökstólum ár hvert. Aður hefur verið vikið lítillega að þeim jarðvegi sem herforingjabyltingin og hið nýja stjórnkerfi spruttu úr heima fyrir. Varast ber þó að líta á þró- un mála í Portúgal á þessum tíma sem einangrað fyrirbæri og án tengsla við almenna framvindu I Evrópu. Má í þvi sambandi minna á eftirfarandi: Á síðari hluta 3. áratugsins átti sér stað fráhvarf frá því borgaralega þingstjórnar- og lýðræðisfyrir- komulagi sem reynt hafði verið að koma á víðast hvar I Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld. I hverju landinu á fætur öðru komust til valda hægrisinn- aðar einræðisstjórnir eða a. m. k. einræðissinn- aðar stjórnir, sem studdust við herinn, kaþólsku kirkjuna og gróna forréttindaaðila, einkum stór- jarðeigendur. Þetta gerðist með valdaráni Pilsud- skís I Póllandi 1926, valo’atöku Smetanas I Litháen sama ár og með einræði Alexanders konungs i Júgóslavíu 1928. Undir sama hatt má setja einræði Prímó de Rivera á Spáni og stjórn kristilegra sósí- alista í Austurríki undir forystu Ignaz Seipel. Eldra í hettunni var einræði Hortys I Ungverjalandi og stjórn fasista á Italíu. Hér virðist því hafa verið um alþjóðlega þróunartilhneigingu að ræða og það sem er kannski eftirtektarverðast er að þessa þróun ber upp á þau ár millistríðsáranna þegar horfur I alþjóðamálum voru hvað bjartastar og almennur uppgangur á efnahagssviði, þ.e. þetta var allt um garð gengið þegar heimskreppan mikia skall á. Vert er að undirstrika að öll þau lönd sem hér voru nefnd eru rómversk-kaþólsk, a.m.k. að meirihluta til, lýðræði og þingræði risti þar óvíða djúpt og átti brösóttan feril að baki og öll voru þessi lönd mótuð af skörpum stéttaandstæðum og margvíslegri spennu í efnahags- og félagsmálum. Stundum er komist svo að orði að i sögu Evrópu séu millistríðsárin tímaskeið fasismans. Rétt er að taka lítillega til athugunar hvort eðlilegt sé að heimfæra nýskipan ríkismálefna í Portúgal eftii 1926 undir þá hugmyndafræði, stjórnarhætti og skipulag er við venjulega nefnum fasisma. Ég tel að svo sé tæpast hægt nema þá með ýmsum fyrir- vörum. Sameiginlegt með fasismanum var hatur hinna nýju valdhafa á marxismanum og vægðarlaus andstaða við hina faglegu og pólitisku verkalýðs- hreyfingu. Reynt var að innræta þegnunum falska vitund um þjóðareiningu og allsherjarhagsmuna- samstöðu bæði á stjórnmálasviðinu og einkum þó á efnahagssviðinu með þeirri starfsgreinaskipan sem þar var komið á. Þá höfnuðu hinir nýju portú- gölsku valdhafar á sama hátt og fasisminn flest- um meginþáttunum I pólitískri arfleifð frönsku byltingarinnar og 19. aldarinnar: Lýðræði, þing- ræði, frjálslyndisstefnu, mannréttinda- og jafnrétt- ishugsjónum o. fl. Einnig má segja að Salazar hafi að vissu leyti getað gengið inn I hlutverkið sem hinn upphafni og óskeikuli leiðtogi. I ýmsum öðrum greinum er svo annað uppi á teningnum. I Portúgal hittum við ekki fyrir þam ofsafengna nasjónalisma sem annars er eitt meg- ineinkenni fasismans, ekki kynþáttakenningsr a borð við þær sem nasistar boðuðu og síðast. en ekki síst var þjóðfélagslegur bakhjarl valdhafanna í Portúgal allur annar en valdhafanna I t.d. Þýska- landi og Italíu. Hinir fyrrtöldu studdust mjög við kirkjuna og svo jarðeigendastéttina. Ekki er ástæða til að fjölyrða um þróun portú- galskra stjórnmála í einstökum atriðum á tímabili nýskipunarinnar. Þó skal minnt á eftirfarandi: Við kosningar þær sem fram voru látnar fara til þings- ins ó 4 ára fresti bauð Þjóðfylkingin, eini lögleyfði stjórnmálaflokkurinn, fram lista með jafnmörgum nöfnum og þau þingsæti voru sem kjósa átti um. Ráð var fyrir því gert að önnur framboð gætu komið fram, en þau þurftu þó að hljóta viður- kenningu stjórnarinnar, sem var jafnan vel á verði gegn því að undirróðursöfl og byltingarsinnar eins og það var kallað fengju færi á að beita sér. Reyndin varð því sú að hinir opinberu frambjóð- endur unnu jafnan öll þingsætin, síðast i þing- kosningunum 1969. Svipað var uppi í forseta- kosningum. I sambandi við slíkar kosningar mynd- uðust stundum lausleg samtök um mótframboð gegn frambjóðanda stjórnarinnar, enda slíkt hvergi bannað berum orðum. Oftast hefur þó farið svo að slíkir frambjóðendur hafa dregið sig í hlé fyrir kjördag. Undantekning frá þessu voru forseta- kosningarnar 1958 þegar yfirlýstur andstæðingur stjórnarinnar Humberto Delgado bauð sig fram 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.