Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 36
bandamaður breska og ameríska auðvaldsins,
hafði víg og morð tugþúsunda verkamanna
og bænda á samviskunni, undir hans handar-
jaðri höfðu konur Maos og Chu Te’s verið
drepnar — og sjálfur hafði hann einbeitt her
sínum gegn kommúnistum, en látið undan
síga fyrir Japönum.
Þessum blóðhundi og her hans var nú
boðin samfylking af mönnunum, sem hann
hafði sett of fjár til höfuðs. Og þegar Sjang-
Kai-sék er handtekinn af einum hershöfð-
ingja hans í Sían 1936, — hershöfðingja,
sem viil baráttu gegn innrásarhernum, —
þá er það Chou-En-lai, sem í samráði við
Mao frelsar líf Sjangs, en knýr fram um
leið nokkurt samstarf í stríðinu. Sjang stóð
auðvitað illa að þeirri baráttu, með rýting-
inn gegn kommúnistum í annarri hendinni,
— en í allri þeirri löngu viðureign, sem
lýkur með ósigri Japana 1945, kemur komm-
únistaflokkurinn meir og meir fram gagn-
vart þjóðinni sem þjóðarleiðtoginn í stríð-
inu, sá eini, sem hægt sé að treysta.
4. ÞJÓÐFRELSISBYLTINGIN
Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni og
sigrinum gegn Japan, reyndu bæði fulltrúar
Bandaríkjastjórnar að fá Sjang-Kai-Sék og
Stalín að fá Mao til að mynda sameiginlega
stjórn í Kína — árangurslaust.
Mao hlýddi á „erkibiskups boðskap", en
hugði sig vita betur. Hann hafði sannreynt
grundvöllinn fyrir bændabyltingu og flokkur
hans stóð þegar í augliti þjóðarinnar sem
forusta í frelsisstríði gegn útlendri áþján.
Og hann lagði til atlögu gegn Sjang-Kai-
sék, harSstjóranum, bandamanni og erind-
reka ensk-ameríska auSvaldsins. Hvar sem
rauSi her kommúnistanna kom risu kúgaSir
bændur upp og steyptu stórjarSeigendum a\
stóli. ÞjóSfrelsisbaráttan skírskotaSi til allra
þjóSlega hugsandi Kínverja. Og rauSi bcenda-
herinn undir forustu kommúnista frelsaSi
verkalýS stórborganna undan áþján erlenda
og innlenda auSvaldsins.
Kommúnistaflokkurinn, foringinn í bænda-
byltingunni, varð foringi þjóðarinnar í þjóð-
frelsisstríði. Kína varð alþýðulýðveldi 1. okt.
1949.
Hin sjálfstceSa frumlega sósíalistíska
stjómlist Mao’s og kínversku kommúnist-
anna höfSu fcert þeim forustu fjölmennustu
þjóðar heims og ríkisvaldið í einu elsta ríki
jarðarinnar.
Sósíalisminn hafði unnið sinn þriðja
stærsta sigur á þessari öld næst á eftir bylt-
ingunni í Rússlandi og sigrinum yfir fas-
ismanum.
5. VALDIÐ
Verkamenn og bcendur höfðu nú völdin
í Kína undir forustu Kommúnistaflokksins.
Og völdunum var beitt til að útrýma hungr-
inu, sem kínversk alþýða hafði búið við frá
örófi alda. Þar með varð sósíalistíska bylting-
in stórfenglegasta umbreyting í lífi fólksins
frá upphafi vega — og sameinaði h'ma vinn-
andi þjóð betur en Kína hafði nokkumtíma
verið sameinað. Og Mao, foringi flokksins,
boðbera hugsjónarinnar, sem stakkaskiptun-
um otti, varð tákn sigursins, sameiningar-
innar.
Mao og flokkur hans, Kommúnistaflokkur
Kína, hafði á þrjátíu árum fram til valda-
tökunnar unnið heimssögulegt afrek, sem
við marxistar víða um heim mátum þá rétt
og að verðleikum. Og síðan hafa þeir sem
valdhafar unnið slík afrek í nýsköpun Kína
að jafnvel fjandmenn sósíalismans verða að
viðurkenna þau sem einhver mestu afrek
mannkynssögunnar.
Og þá leitar á oss þessi ágenga spurning:
172