Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 48
í fyrstu deild verða öll rit þeirra og greinar, að ,,Auðmagninu“ undanskildu, í annarri deild „Auðmagnið“ og öll rit, sem voru beint eða óbeint undirbúningur þess, í þriðju deild öll bréf þeirra, svo og mikið af bréfum til þeirra, en í fjórðu deild allir útdrættir, minnisblöð, athugasemdir os.frv., er þeir hafa gert. Verður hér um að ræða fjölmargt, sem aldrei hefur birtst áður. Skal nú nokkuð sagt frá stofnun þessari, sögu hennar og núverandi starfsemi og skipu- lagi.1) I. MARX-ENGELS-STOFNUNIN Það var á erfiðustu árum rússnesku bylt- ingarinnar, árunum 1920 og 1921, að gengið var til stofnunar þessarar miðstöðvar marx- iskra fræða. Fyrst var ákveðið 8. des. 1920 í miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna að koma upp „fyrsta safni marxismans í heiminum" en síðar, í janúar 1921, ákveðið að gera þetta að „Marx-Engels stofnun". For- stjóri þess verður frá upphafi David Borisso- witch Rjazanov. Og 2. febrúar 1921 ritar Lenín honum lítinn miða, þar sem hann felur honum að reyna að kaupa öll bréf Marx og Engels hjá þýska sósíaldemókrataflokknum, er hafði þau með höndum, eða fá ijósmyndir af þeim, safna í stofnunina öllu því, sem birt er eftir þá Marx og Engels og undirbúa útgáfu á því. Og söfnun — eða ljósmyndun hinna dýrmætu handrita er hafin, bolshevikk- arnir greiða jafnvel í gulli þessa dýrgripi. Sá, sem gengur að mestri elju og áhuga í þetta verk, er forstjóri stofnunarinnar Rjazanov^ Rjazanov var fæddur í Odessa 1870, gerð- ist á unga aldri þátttakandi í uppreisnar- hreyfingunum gegn keisarastjórninni, komst í náið samband við rússnesku sósíalistana án þess þó að ganga í flokkinn, til að byrja með. 184 Hann hófst snemma handa um rannsóknir á handritum þeirra Marx og Engels, uppgötv- aði strax í byrjun 20. aldarinnar bréf og greinar, sem ekki höfðu verið birt, því hægri sósíaldemokrataforingjarnir þýsku, er höfðu með handritin að gera, Bernstein^ og aðrir, höfðu lítinn áhuga á útgáfu þeirra: Marx og Engels voru orðnir þeim of byltingarsinnað- ir! Það var Rjazanov, sem fékk fram tveggja binda útgáfu á bréfum Marx og Engels 1913, þó sú útgáfa yrði ekki að hans skapi: Bern- stein lét það verða „lúxus"-útgáfu og sleppir mörgu, sem honum fannst óþægilegt. Bebel studdi Rjazanov í þessu, eins og bréf Bebels bera vott um, en Bernstein strikaði heilar setningar og kafla úr bréfunum út. Rjazanov hafði ritað allmikið og gefið út þegar byltingin í Rússlandi hófst og í ágúst 1917 gengur hann sem einn af „internation- alistunum" í Bolshevikaflokkinn ásamt Trotski, Manuilski, Lnnatscharki, Uritzki og fleirum. Þegar Rjazanov fær tækifæri til þess að safna handritum Marx og Engels með Bol- shevikkaflokkinn að bakhjarli fer hann ham- förum. Honum tekst að semja við þýska sósíaldemókrataflokkinn ýmist um kaup eða ljósmyndun á handritum brautryðjendanna miklu og smámsaman er lagður grundvöll- urinn að hinu mikla safni: Strax sumarið 1923 kemur Rjasanov með 7000 blöð af ljósmynduðum handritum frá Berlín. Þannig er haldið áfram. Rjazanov þekkti allt, sem Marx og Engels höfðu látið eftir sig, miklu betur en þýsku sósíaldemókratarnir og hann uppgötvaði nú í hrúgum og böglum í safni þeirra handrit lærifeðranna, sem þeir höfðu ekki hugmynd um. Jafnvel heima hjá Bern- stein finnur hann í bókaskáp handritið að „Deutsche Ideologie", sem Bernstein sjálfur vissi ekki að hann ætti. Rjazanov náði samn- ingi við stjórn þýska sósíaldemókrataflokks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.