Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 45
gegn hinum opinbera frambjóðanda Americo Tomás. Af opinberri hálfu voru gefin upp þau úr- slit að Tomás hefði fengið 77.5% atkvæða og Delgado 22.5%. Meira að segja þessar opinberu tölur gáfu glöggt til kynna verulega andstöðu við stjórnina heima fyrir og það mun hafa verið ástæð- an fyrir því að 1961 var samþykkt sú breyting á stjórnarskránni að forsetinn skyldi eftirleiðis vera þingkjörinn. Rétt er að víkja nokkuð að stefnu Salazarstjórnarinnar á sviði fjármála- og efnahags- mála og þeim árangri sem þar náðist. Við valda- skiptin 1926 var fjárhagur ríkisins I slíku kaldakoli að stjórnin leitaði ásjár Þjóðabandalagsins um að- stoð. Var Portúgal fyrsta ríkið úr röðum banda- manna sem slíkt gerði. Hlaut aðstoðarbeiðni þessi jákvæðar undirtektir, en aðstoðin var bundin því skilyrði að Þjóðabandalagið fengi að skipa eins konar gæslustjóra með öllum rikisfjármálum Portú- gals. Þessum niðurlægjandi skilyrðum vildi stjórnin ekki hlíta. Það var við þessar aðstæður sem hag- fræðiprófessorinn Salazar tók við embætti fjár- málaráðherra. Hann áskildi sér rétt til að fara með algert alræðisvald í fjármálum og að geta hafnað fjárbeiðnum og skorið niður fjárveitingar allra ann- arra ráðuneyta. Með þessum hætti tókst að af- greiða hallalaus fjárlög þegar á fyrsta ári og siðan jafnan upp frá því. Fjárlögin 1928 voru þriðju halla- lausu fjárlögin á 75 ára tímabili. Jafnframt tókst að jafna hallann á útflutningsversluninni. Þannig tókst að reisa við fjárhag ríkisins á tiltölulega skömm- um tíma og hefur sú viðreisn jafnan þótt mesta frægðarverk Salazars. Hitt er svo meira en vafa- samt hvort hagur almennings hafi nokkuð batnað þótt hagur ríkiskassans yrði góður. Það var fyrst eftir síðari heimsstyrjöld að hægt var að tala um einhverjar umtalsverðar framfarir í efnahagslegu tilliti. Má í því sambandi benda á þróun vísitölu iðnframleiðslu í heild. Ef miðað er við töluna 100 árið 1953 er samsvarandi tala fyrir 1940 = 60 og fyrir 1959 = 157. Sú þróun fram á við i efnahagsmálum sem greina má á árunum eftir stríð á sér einkum eftir- farandi orsakir. 1) Ríkið hafði hagnast á striðsárunum og Portú- galir voru nú eignamenn erlendis og einnig nutu þeir góðs lánstrausts. I krafti þessa gat ríkið lagt í ýmsar grundvallarfjárfestingar, sem lengi höfðu verið vanræktar (rafvæðing, samgöngubætur, end- urnýjun kaupskipaflota o. fl. þ. h.). 2) Erlendir aðilar sóttust í vaxandi mæli eftir því að fjárfesta í landinu, einkum vegna þess að laun voru lág, röð og regla á vinnumarkaði og pólitísk áhætta lítil að þvi er virtist. Þrátt fyrir þær framfarir sem hér hefur verið vikið að er Portúgal eitthvert vanþróaðasta land Evrópu, launakjör einhver hin lægstu í álfunni og ólæsi hvergi eins útbreitt auk þess sem afrakstur á flatareiningu í landbúnaði er með því lægsta sem þekkist í álfunni. Þá er að lokum að vikja að sambúð Salazar- stjórnarinnar við umheiminn. Fyrstu tvo áratugina mótaðist hún einkum af tveimur styrjöldum er þá geisuðu, borgarastyrjöldinni á Spáni og svo heimsstyrjöldinni siðari. Valdhöfunum í Portúgal hugnaðist ekki byltingin á Spáni 1931, sem leiddi til afnáms konungdæmis og stofnunar borgaralegs lýðveldis. Einkum stóð þeim stuggur af þeim hugmyndum um paniberskan federalisma sem uppi voru meðal hinna róttækari lýðveldissinna á Spáni, einkum í Katalóníu. Hér var um að ræða hugmyndir um að stofnað yrði allsherjarsambandsríki á Pýreneaskaga og hinir katalónsku sjálfstjórnarsinnar litu svo á að Portú- gal gæti orðið ákjósanlegt mótvægi gegn ofur- veldi Kastilíu. Sigur alþýðufylkingarinnar á Spáni 1936 var litinn mjög alvarlegum augum en eftir að borgarastyrjöldin þar braust út varð Portúgal einn traustasti stuðningsaðili Francos, enda þótt stjórnin fylgdi opinberlega „ekki-íhlutunarstefnu" þeirri sem Bretar beittu sér fyrir. Salazar rauf sam- bandið við stjórnina í Madrid í október 1936 og viðurkenndi siðan stjórn þjóðernissinna í Burgos. Rétt i þann mund er Spánarstríðinu lauk gerðu þeir Franco og Salazar með sér vináttu- og banda- lagssáttmála. Það gerðist 17. mars 1939. Portúgal var hlutlaust í síðari heimsstyrjöld. Landið aðlagaði verslun sína og framleiðslu engu að síður að stríðsrekstri Breta og komu þar til hin gömlu bandalagsbönd. I janúar 1942 tókst Þjóð- verjum að knýja stjórn Portúgals til að selja sér wolfram, sem þeir þurftu mjög á að halda til her- gagnaiðnaðar sins. Til að knýja þetta fram sökktu þeir allmörgum portúgölskum skipum á hafi úti. Portúgalir seldu síðan Þjóðverjum wolfram háu verði fram á vor 1944 er þessi viðskipti voru stöðvuð. Skömmu síðar var sett algert útflutnings- bann á wolfram. Árið 1943 óskuðu Bretar eftir aðstöðu á Azoreyjum og vísuðu í því sambandi til bandalags landanna. Varð Portúgalsstjórn við 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.