Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 45
gegn hinum opinbera frambjóðanda Americo
Tomás. Af opinberri hálfu voru gefin upp þau úr-
slit að Tomás hefði fengið 77.5% atkvæða og
Delgado 22.5%. Meira að segja þessar opinberu
tölur gáfu glöggt til kynna verulega andstöðu við
stjórnina heima fyrir og það mun hafa verið ástæð-
an fyrir því að 1961 var samþykkt sú breyting á
stjórnarskránni að forsetinn skyldi eftirleiðis vera
þingkjörinn. Rétt er að víkja nokkuð að stefnu
Salazarstjórnarinnar á sviði fjármála- og efnahags-
mála og þeim árangri sem þar náðist. Við valda-
skiptin 1926 var fjárhagur ríkisins I slíku kaldakoli
að stjórnin leitaði ásjár Þjóðabandalagsins um að-
stoð. Var Portúgal fyrsta ríkið úr röðum banda-
manna sem slíkt gerði. Hlaut aðstoðarbeiðni þessi
jákvæðar undirtektir, en aðstoðin var bundin því
skilyrði að Þjóðabandalagið fengi að skipa eins
konar gæslustjóra með öllum rikisfjármálum Portú-
gals. Þessum niðurlægjandi skilyrðum vildi stjórnin
ekki hlíta. Það var við þessar aðstæður sem hag-
fræðiprófessorinn Salazar tók við embætti fjár-
málaráðherra. Hann áskildi sér rétt til að fara með
algert alræðisvald í fjármálum og að geta hafnað
fjárbeiðnum og skorið niður fjárveitingar allra ann-
arra ráðuneyta. Með þessum hætti tókst að af-
greiða hallalaus fjárlög þegar á fyrsta ári og siðan
jafnan upp frá því. Fjárlögin 1928 voru þriðju halla-
lausu fjárlögin á 75 ára tímabili. Jafnframt tókst að
jafna hallann á útflutningsversluninni. Þannig tókst
að reisa við fjárhag ríkisins á tiltölulega skömm-
um tíma og hefur sú viðreisn jafnan þótt mesta
frægðarverk Salazars. Hitt er svo meira en vafa-
samt hvort hagur almennings hafi nokkuð batnað
þótt hagur ríkiskassans yrði góður. Það var fyrst
eftir síðari heimsstyrjöld að hægt var að tala um
einhverjar umtalsverðar framfarir í efnahagslegu
tilliti. Má í því sambandi benda á þróun vísitölu
iðnframleiðslu í heild. Ef miðað er við töluna 100
árið 1953 er samsvarandi tala fyrir 1940 = 60 og
fyrir 1959 = 157.
Sú þróun fram á við i efnahagsmálum sem
greina má á árunum eftir stríð á sér einkum eftir-
farandi orsakir.
1) Ríkið hafði hagnast á striðsárunum og Portú-
galir voru nú eignamenn erlendis og einnig nutu
þeir góðs lánstrausts. I krafti þessa gat ríkið lagt
í ýmsar grundvallarfjárfestingar, sem lengi höfðu
verið vanræktar (rafvæðing, samgöngubætur, end-
urnýjun kaupskipaflota o. fl. þ. h.).
2) Erlendir aðilar sóttust í vaxandi mæli eftir
því að fjárfesta í landinu, einkum vegna þess að
laun voru lág, röð og regla á vinnumarkaði og
pólitísk áhætta lítil að þvi er virtist.
Þrátt fyrir þær framfarir sem hér hefur verið
vikið að er Portúgal eitthvert vanþróaðasta land
Evrópu, launakjör einhver hin lægstu í álfunni og
ólæsi hvergi eins útbreitt auk þess sem afrakstur
á flatareiningu í landbúnaði er með því lægsta
sem þekkist í álfunni.
Þá er að lokum að vikja að sambúð Salazar-
stjórnarinnar við umheiminn. Fyrstu tvo áratugina
mótaðist hún einkum af tveimur styrjöldum er þá
geisuðu, borgarastyrjöldinni á Spáni og svo
heimsstyrjöldinni siðari.
Valdhöfunum í Portúgal hugnaðist ekki byltingin á
Spáni 1931, sem leiddi til afnáms konungdæmis
og stofnunar borgaralegs lýðveldis. Einkum stóð
þeim stuggur af þeim hugmyndum um paniberskan
federalisma sem uppi voru meðal hinna róttækari
lýðveldissinna á Spáni, einkum í Katalóníu. Hér
var um að ræða hugmyndir um að stofnað yrði
allsherjarsambandsríki á Pýreneaskaga og hinir
katalónsku sjálfstjórnarsinnar litu svo á að Portú-
gal gæti orðið ákjósanlegt mótvægi gegn ofur-
veldi Kastilíu. Sigur alþýðufylkingarinnar á Spáni
1936 var litinn mjög alvarlegum augum en eftir
að borgarastyrjöldin þar braust út varð Portúgal
einn traustasti stuðningsaðili Francos, enda þótt
stjórnin fylgdi opinberlega „ekki-íhlutunarstefnu"
þeirri sem Bretar beittu sér fyrir. Salazar rauf sam-
bandið við stjórnina í Madrid í október 1936 og
viðurkenndi siðan stjórn þjóðernissinna í Burgos.
Rétt i þann mund er Spánarstríðinu lauk gerðu
þeir Franco og Salazar með sér vináttu- og banda-
lagssáttmála. Það gerðist 17. mars 1939.
Portúgal var hlutlaust í síðari heimsstyrjöld.
Landið aðlagaði verslun sína og framleiðslu engu
að síður að stríðsrekstri Breta og komu þar til hin
gömlu bandalagsbönd. I janúar 1942 tókst Þjóð-
verjum að knýja stjórn Portúgals til að selja sér
wolfram, sem þeir þurftu mjög á að halda til her-
gagnaiðnaðar sins. Til að knýja þetta fram sökktu
þeir allmörgum portúgölskum skipum á hafi úti.
Portúgalir seldu síðan Þjóðverjum wolfram háu
verði fram á vor 1944 er þessi viðskipti voru
stöðvuð. Skömmu síðar var sett algert útflutnings-
bann á wolfram. Árið 1943 óskuðu Bretar eftir
aðstöðu á Azoreyjum og vísuðu í því sambandi
til bandalags landanna. Varð Portúgalsstjórn við
181