Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 4

Réttur - 01.08.1976, Page 4
Miskunnarlaust er ráðist á lífskjör og rétt- indi alþýðunnar. Oðaverðbólgan er mögnuð til að færa aukin verðmæti til eignastéttar- innar á kostnað hinna fátækari. Kaupmáttur launa hefur verið skertur um nær þriðjung. Óhugsandi er að lifa af dagvinnutekjum ein- um saman og almenningur verður að sækja lífsbrauð sitt með tvöföldu vinnuálagi. Um leið eru herfjötrarnir reyrðir að hálsi þjóð- arinnar, samið um stórfelld réttindi útlend- inga í íslenskri landhelgi og landinu sökkt í botnlausar erlendar skuldir. Erlend stóriðja skal efid. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar er í stórfelldri hætm. Allt er þetta gert í þágu verslunarauðvaldsins. II. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið var- hluta af því, að nú eru nýir herrar í landinu. Sl. tvö ár hefur hún átt í stöðugu varnarstríði við atvinnurekendur og ríkisstjórn gróðaafl- anna. Segja má að nær óslitið samningastríð hafi ríkt frá því ríkisstjórnin kom til valda og þar til allsherjarverkfallinu lauk í vetur. Inntak kjarabaráttunnar þennan tíma hefur verið að reyna að koma í veg fyrir kaup- skerðingaráform ráðamanna. Það hefur þó fjarri því tekist, eins og alþjóð veit, þótt komið hafi verið í veg fyrir ennþá stórfelld- ari lífskjaraskerðingu en að var stefnt. I verkalýðssamtökunum hafa menn verið að gera sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem samtökin eru í, þegar fjandmenn verka- fólksins fara bæði með hið pólitíska afl og hið efnahagslega. Með öðrum orðum, að við völd í landinu er ríkisstjórn, sem lítur á sig sem sérstakan þjón atvinnurekendavaldsins. Samstarf íhalds og framsóknar í ríkisstjórn- inni hefut líka orðið til þess að skapa ný samstarfsviðhorf innan verkalýðshreyfingar- innar. Stuðningsmenn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, sem áramgum saman börð- ust um yfirráðin í verkalýðsfélögunum, hafa smám saman tekið upp náið samstarf. Innan Alþýðusambandsins er augljóst, að smðn- ingsmenn verkalýðsflokkanna hafa gert sér fulla grein fyrir því að þeir þurfi að standa fast saman í átökunum við ógnarstjórnina. Þeirri skoðun hefur líka verið óðum að vaxa fylgi í þessum röðum, að hin hefðbundna kjarabarátta dugi hvergi nærri ein saman til að tryggja hagsmuni og lífskjör verka- fólksins. Verkalýðshreyfingin verði einnig að berjast á hinum pólitíska vettvangi. Treysta þurfi samstarf og samstöðu með þeim stjórn- málaflokkum sem byggja á hugsjónum verkalýðshreyfingarinnar. III. Alþýðusambandið hafði á s.l. vetri fmm- kvæði að samstarfi við stjórnarandstöðu- flokkana í mikilvægusm hagsmunamálum alþýðunnar. Þetta kom m.a. fram í mótun kjarastefnunnar fyrir tæpu ári, þegar Al- þýðusambandið lagði áherslu á breytta efna- hagsstefnu og tryggingu kaupmáttar, sem kæmi í stað beinna kauphækkana. Þetta sam- starf kom einnig skýrt fram í landhelgis- málinu, en þar gekk Alþýðusambandið fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn afsali fiskimiðanna til útlendinga. Þá var einnig um að ræða náið samstarf í barátmnni gegn þeirri verðlags- og verð- bólguskriðu, sem hleypt var af stokkunum strax að loknum kjarasamningum í vemr. Þá var ætlunin að brjóta endanlega á bak aftur barátmþrek verkalýðsfélaganna, sýna fram á að verkföll borguðu sig ekki. I stað launahækkana sem knúnar væru fram í átök- um kæmu margfaldar verðhækkanir sem 140

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.