Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 6
Fyrsta verkfallið Um þessar mundir voru að hefjast framkvæmdir við hafnargerðina í Reykja- vík og neitaði nú hinn danski atvinnurek- andi að fara að lögum Dagsbrúnar, vildi meðal annars lengja dagvinnuna um tvær stundir eins og atvinnurekendur höfðu þá auglýst. Kom nú til verkfalls við hafnar- gerðina og mun það vera fyrsta verkfallið í Reykjavík. Þessu stríði lauk með sigri Dagsbrúnar og var gerður skriflegur samningur við hina dönsku atvinnurek- endur um kaup, vinnutíma og önnur vinnuskilýrði og var þar farið eftir lögum Dagsbrúnar. Þetta var fyrsti skriflegi samningurinn sem Dagsbrún gerði og má segja að með þessum átökum hafi félagið hlotið eldskírn sína í kaupgjaldsbarátt- unni. IVIeð samningunum við hafnargerð- ina skuldbatt Dagsbrún sig til að breyta ekki kaupinu til ársloka 1916, en þegar heimsstyrjöldin braust út (1914) fór allt verðlag úr skorðum og gerði verkamönn- um ókleift að standa við samninginn. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir af völd- um styrjaldarinnar hélst kaupið óbreytt þar til í júlí 1915 að það hækkaði í 40 aura. Varð nokkurt þjark um þessa hækkun, atvinnurekendur mótmæltu og vitnuðu óspart í skuldbindingar félagsins við hafnargerðina 1913. 1. apríl 1916 var kaupið hækkað um 5 aura með fundarsamþykkt og auglýstum taxta. í febrúarmánuði 1917 er kaupið hækk- að um 15 aura í 60 aura, og aftur í júlí 1917 í 75 aura, yfirvinnukaup mun þá hafa verið ein króna og þá eins í nætur- og helgidagavinnu og hélst það til ársloka 1918. Með samkomulagi við atvinnurekend- ur hækkaði dagvinnukaupið í 90 aura 5. jan. 1919, yfirvinnukaup í kr. 1,15. Kaup- ið hfekkaði aftur 25. okt. sama ár í kr. 1,16 á klst, yfirv. líklega þá í tvær krónur. Allmikið þjark var um þennan samning og átti hann að gilda í tvö ár eða til 5. jan. 1921, en samkv. ákveðnum reglum gat kaup breyst ef dýrtíð hækkaði eða lækk- aði. Eftir þessum reglum hækkaði kaupið 13. mars 1920 í kr. 1,30 í dagv. yfirvinnu- kaup mun hafa haldist óbreytt kr. 2,00. 16. júlí sama ár hækkaði kaupið aftur og þá í kr. 1,48 og yfirvinna í kr. 2,50 á klst. Kaup verkamanna var langt á eftir hinni ört hækkandi dýrtíð öll stríðsárin frá 1914— 1918 og árin þará eftir. Arðránið á verka- lýðnum var gengdarlaust. Atvinnurek- endur stórgræddu en dýrtíðin hvíldi með ofurþunga á örsnauðum verkalýðnum. Eftirfarandi tafla sýnir betur en mörg orð hvernig ástandið var, hve bilið milli vöruverðsins og kaupsins var mikið. Tek- in er vísitala nokkurra vöruflokka og sýnd hækkun hennar og hækkun sú er varð á kaupgjaldinu á sama tíma. Gengið er útfrá vísitölunni 100 í júlí 1914, en kaupið var þá 35 aurar um tímann. Vöru- flokkarnir eru þessir: Brauð, kornvörur, garðávexti, aldini, sykur, kaffi og súkku- laði, feitmeti, kjöt, fiskur og steinkol. Ar: Hækkun vöruvcrðsins Hækkun kaupsins 1915 38% 7% 1916 73% 29% 1917 231% 89% 1918 284% 114% 1919 278% 176% 1920 405% 287% Kjör manna voru svo kröpp á þessum árum að ekki mun hafa verið um mikla eyðslu að ræða umfram kaup á brýnustu nauðþurftum. Þá má ekki gleyma að húsaleiga hækkaði gífurlega, einkum seinni hluta stríðsins og árin þar á eftir. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.