Réttur


Réttur - 01.04.1987, Side 15

Réttur - 01.04.1987, Side 15
samtaka, við vorum góðir vinir og við höfðum mjög svipaðar skoðanir til þjóð- félagsmála. Verkaskipting varð mjög hagstæð okkar á milli og kom í rauninni af sjálfu sér. Ég varð alþingismaður og gat unnið nokkuð að málefnum bæjarins í aðal- stöðvunum í Reykjavík. Bjarni var lengst af bæjarstjóri og um leið ritstjóri okkar heima-blaðs. Hann var foringinn í málefnum bæjarins og bæjar- stofnana. Jóhannes varð okkar forystumaður á sviði atvinnumála. Hann stjórnaði okkar mikla atvinnurekstri og þó var hann áður all-lengi formaður í verkalýðsfélagi stað- arins. En samstaða og samheldni okkar þriggja hefði dugað skammt, ef ekki hefðu fleiri góðir menn komið til. Þegar ég lít yfir farinn veg, er mér ljóst, að það sem mestu máli skipti fyrir sósíal- ista í Neskaupstað, var stór hópur valin- kunnra manna, afbragðs félaga og fyrir- myndar starfsmanna á ýmsum sviðum í bæjarlífinu. Við sósíalistar í Neskaupstað létum flest eða öll félagsmálasvið í bænum okkar skipta. Við vorum virkir allstaðar. Við vorum í forustu verkalýðsfélags, íþróttafélags, samvinnufélaga og ótal annarra félagasamtaka. Bæjarlífið allt var okkar starfsvettvang- ur. Bæjarstjórnin sjálf var aðeins hluti af því, sem við vorum að fást við. Það sem máli skipti var allt sem var að gerast í bænum okkar. Aðdragandinn að kosninga- sigrinum 1946 Það var margt og mikið að gerast í Neskaupstað árið 1946 og árin þar á undan. Nýsköpunarstjórnin var við völd í land- inu frá 1944 til 1946. Við sósíalistar vor- Gerpir, togari, sem Norðfirðingar létu smíða í Þýskalandi. 63

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.