Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 26

Réttur - 01.04.1987, Page 26
Leiðir Nato dauðadóminn yfir íslenska þjóð? „íslenskir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð9 hve feginn sem hann vildi. En, eitt er víst, hún geymir hel og hildi. Hlífi þér, ættjörð9 Guð í sinni mildi!ft Hannes Hafstein ■ „Aldamótaljóðuni“. Hannes Hafstein var einna raunsæjastur allra þeirra íslensku skálda, er alda- mótaljóð ortu árið 1900. Hann sá hina geigvænlegu hættu framundan, sem á okkar tímum hefur margfaldast þannig með hverjum áratug að nú er hægt með atómvopnum að drepa sex sinnum hvert mannsbarn á jörðinni. Ég vitnaði í þessa vísu Hannesar Hafsteins á mannfundi miklum (28. mars 1949), þar sem mótmælt var þeirri fyrirætlun íslenskra valdhafa að gera Island að þátttakanda í hernaðarbandalagi atómvopnanna, Nato. Þeir dagar voru örlagastund Island var svikið og selt undir yfirráð grimmasta og voldugasta herveldis heims, þeirra Bandaríkja, sem forsetinn sjálfur kvað stjórnað af „hernaðar- og stóriðju- samsteypu“, er hann varaði þjóð sína al- varlega við.1 Áður en öldin var hálfnuð hafði mannkynið lifað tvær heimsstyrjaldir og auk þess hafði stríðsóð yfirstétt Banda- ríkjanna fengið í helgreipar sínar vopn, sem útrýma mætti heimsbyggðinni með. Og áður en öldin, sem Hannes Haf- stein varaði þjóð sín svo alvarlega við, var hálfnuð, hafði eitt rismesta skáld ís- lands Halldór Laxnes, varað þjóð sína við hver örlög biðu hennar, ef hún ekki gætti sín. í „Atómstöðinni“ dró hann upp myndina af því hvernig auðsins menn væru að selja ísland sem herstöð, „atóm- stöð“ og niðurlægja þjóðina andlega, svo hún ei gætti sín. Hann varaði við afleið- ingunum, ef hún ekki opnaði augun og yrði á verði um framtíð sína, frelsi og líf. Síðan hefur mannkynið lifað á heljar- barmi kjarnorkustyrjaldar. Eina vonin að sleppa við hana eða hún dragist lengur, er i jafnvægi hinna stríðandi afla. Síðan So- 74

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.