Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 27

Réttur - 01.04.1987, Page 27
vétríkin 1949 skópu sér kjarnorkuvopn, hafa Bandaríkin ekki þoraö að hefja fyrirhugaða kjarnorkustyrjöld af ótta við eigin — og allsherjar tortímingu. Þjóðin hafði áður fengið forsmekkinn af aðferðum þeim, sem stórveldi auðsins nota til að beygja hana undir vilja sinn. 1941, þann 24. - 25. júní, hafði Bretland hótað að einangra Island svo að engar siglingar kæmust frá eða til landsins, — svelta þjóðina í hel, ef ríkisstjórnin bæði ekki Bandaríkin um hervernd — og beygt þannig þann forsætisráðherra, er lengst stóð á móti yfirdrottnunarkröfu Banda- ríkjanna.2 Og aftur var svikum beitt, er ísland var selt inn í Atlantshafsbandalagið 1949. Þá hafði utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitið því að hér yrði aldrei her á friða- rtímum.3 Þetta loforð var svikið tveim árum síðar og bandarískur her hertók ís- land og hefur verið hér síðan, enda af- hjúpaði sá innrásaraðili fyrirætlanir sínar, er hann sveik „samninginn“ frá 1941 um að fara af landi burt að stríði loknu — og krafðist þriggja mikilvægra landshluta af íslandi til 99 ára, til þess að koma þar upp gríðarlegum herstöðvum. Síðan hefur þessi ofbeldisher hersetið land vort, er með milljónamútum að koma sér upp þægri þjónastétt, er með valdi yfir fjölmiðlum og ríkisvaldi að reyna að svæfa þjóðina, svo hún sjái ekki hvert er verið að leiða hana, — og beitir öllum áhrifatækjum nútímans til þess að spilla svo stórum hluta þjóðarinnar, að hinir erlendu auð- og her-drottnar fái slíkt vald yfir landi voru að þeir geti gert það í senn að árásarstöð gegn Sovétríkj- unum og því að skotspæni, er þeir hæfu það heimsstríð, sem þá hefur dreymt um síðan 1945, er þeir hugðu sig einvalda drottnara heims í krafti einokunar á atómsprengju sinni.4 í meir en 80 ár hafa framsýnustu skáld og stjórnmálamenn þjóðarinnar varað hana við þeim dauðadómi, er henni væri búinn, ef hún stæði ekki á verði. Það hreinsar enginn land vort úr þeim vítisviðjum, sem verið er að vefja um það æ fastar, — nema þjóð vor sjálf! Það þarf hug hreinan af þeim eitraða áróðri landræningjans, sem nú er reynt að blinda þjóð vora með. Hvatningarorð Stephans G. eiga meira, erindi til vor nú en nokkru sinni: „Lýður, bíð ei lausnarans. Leys þig sjálfur!“ — „Meðan lífið býður“, segir hann á öðrum stað í þessari frelsishvöt sinni. Það er sem skáldið mikla hafi fundið á sér hvað við lá. SKÝRINGAR: 1 Eisenhower forseti í kveðjuræðu sinni 1961. 2 Auk þingmanna sósíalista hafði Hermann Jónas- son þverskallast við hernámskröfu Bandaríkja- stjórnar, uns morð-hótunin: að svelta þjóðina, — barst. 3 Hermann Jónasson krafðist þess að loforðið um herleysið yrði sett inn í „Nato-samninginn“ 1949 og sat hjá við atkvæðagreiðsluna, er því var neit- að. Sósíalistar o.fl. greiddu atkvæði gegn. 4 Um alla sögu þessa máls er fjallað í bókinni „fs- land í skugga heimsvaldastefnunnar" einkum á bls. 199-367. 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.