Réttur - 01.04.1987, Page 61
1937 - 1987
50 ár frá kosningasigri
Kommúnistaflokksins 1937
Það er liðin hálf öld í ár frá því K.F.Í. vann sinn sögulcga kosningasigur 1937
og fékk 3 mann kosna á þing.
Þessi kosningasigur hafði í för með sér stórfenglegar breytingar á íslenskum
stjórnmálum.
Árið 1938 sameinaðist K.F.Í. og vinstri
armur Alþýöuflokksins svo til varð sterk-
ur og fjölmennur Sósíalistaflokkur, er
harðnaði og efldist við hverja þá raun, er
alþýða landsins fyrst og síðar þjóðin öll
varð að þola á næstu árum. Saman tvinn-
aðist í flokknum stéttabarátta hins vinn-
andi lýðs og sjálfstæðisbarátta hertekinn-
ar þjóðar. Og við þingkosningarnar í okt-
óber 1942, hafði Sósíalistaflokkurinn
30% atkvæða í Reykjavík og fékk 10
þingmenn, eini sigurvegari kosninganna.
Það er skemmtileg og táknræn tilviljun
að þetta sama ár, 1937, og fyrsti kosn-
ingasigurinn vinnst kom út „Ljós heims-
ins“, fyrsta bindið af einhverri fegurstu
skáldsögu Halldórs Laxness, sögunni af
Ólafi Kárasyni, og það kom út hjá
„Heimskringlu“, hinu nýja útgáfufyrir-
tæki kommúnistanna, er stofnað hafði
verið, þegar Halldóri var útvísað frá hin-
um borgaralegu útgáfufélögum fyrir það
„hneyksli“ að skrifa „Sjálfstætt fólk“.
Halldór var í heiðurssætinu, því 12., á
lista flokksins við þessar kosningar og
kom það í hlut okkar tveggja að nota
fyrsta umræðutíma llokksins í ríkisút-
/arpinu, þeir Brynjólfur og Haukur
Björnsson hinn síðari.
Valdahlutföllin á íslandi voru nú ger-
breytt. Sósíalistaflokkurinn myndaði með
Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki 1944 þá
nýsköpunarstjórn er gerbreytti grundvelli
atvinnulífsins á íslandi og afnam um all-
langt skeið fátækt alþýðu og síðar, 1957,
var aftur mynduð stjórn með Framsókn
og Alþýðuflokki, sú stjórn er undir for-
ustu Lúðvíks Jósepssonar gersigraði
breska afturhaldið í landhelgisbaráttunni
1957 (12 mílurnar) og stækkaði fiskveiði-
lögsöguna síðar upp í 50 mílur.
Það er rétt fyrir núverandi kynslóð og
sérstaklega sósíalista að kynna sér dálítið
af því, sem skrifað hefur verið um þessa
baráttu alla.
E.O.
HEIMILDARRIT:
„ísland í skugga heimsvaldastefnunnar" 1980 (Ein-
ar Olgeirsson og Jón Guðnason). 376 síður.
„Kraftaverk einnar kynslóðar" 1983. 399 síður.
(Einar Olgeirsson og Jón Guðnason).
Einar Olgeirsson: „Vort land er í dögun". 1962.
greinasafn, formáli eftir Sverri Kristjánsson, úr-
valið gert af Birni Þorsteinssyni (286 síður).
Einar Olgeirsson: Sósíalistaflokkurinn. 1966 (32
síður).
Björn Þorsteinsson: 10 þorskastríð.
109