Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 61

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 61
1937 - 1987 50 ár frá kosningasigri Kommúnistaflokksins 1937 Það er liðin hálf öld í ár frá því K.F.Í. vann sinn sögulcga kosningasigur 1937 og fékk 3 mann kosna á þing. Þessi kosningasigur hafði í för með sér stórfenglegar breytingar á íslenskum stjórnmálum. Árið 1938 sameinaðist K.F.Í. og vinstri armur Alþýöuflokksins svo til varð sterk- ur og fjölmennur Sósíalistaflokkur, er harðnaði og efldist við hverja þá raun, er alþýða landsins fyrst og síðar þjóðin öll varð að þola á næstu árum. Saman tvinn- aðist í flokknum stéttabarátta hins vinn- andi lýðs og sjálfstæðisbarátta hertekinn- ar þjóðar. Og við þingkosningarnar í okt- óber 1942, hafði Sósíalistaflokkurinn 30% atkvæða í Reykjavík og fékk 10 þingmenn, eini sigurvegari kosninganna. Það er skemmtileg og táknræn tilviljun að þetta sama ár, 1937, og fyrsti kosn- ingasigurinn vinnst kom út „Ljós heims- ins“, fyrsta bindið af einhverri fegurstu skáldsögu Halldórs Laxness, sögunni af Ólafi Kárasyni, og það kom út hjá „Heimskringlu“, hinu nýja útgáfufyrir- tæki kommúnistanna, er stofnað hafði verið, þegar Halldóri var útvísað frá hin- um borgaralegu útgáfufélögum fyrir það „hneyksli“ að skrifa „Sjálfstætt fólk“. Halldór var í heiðurssætinu, því 12., á lista flokksins við þessar kosningar og kom það í hlut okkar tveggja að nota fyrsta umræðutíma llokksins í ríkisút- /arpinu, þeir Brynjólfur og Haukur Björnsson hinn síðari. Valdahlutföllin á íslandi voru nú ger- breytt. Sósíalistaflokkurinn myndaði með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki 1944 þá nýsköpunarstjórn er gerbreytti grundvelli atvinnulífsins á íslandi og afnam um all- langt skeið fátækt alþýðu og síðar, 1957, var aftur mynduð stjórn með Framsókn og Alþýðuflokki, sú stjórn er undir for- ustu Lúðvíks Jósepssonar gersigraði breska afturhaldið í landhelgisbaráttunni 1957 (12 mílurnar) og stækkaði fiskveiði- lögsöguna síðar upp í 50 mílur. Það er rétt fyrir núverandi kynslóð og sérstaklega sósíalista að kynna sér dálítið af því, sem skrifað hefur verið um þessa baráttu alla. E.O. HEIMILDARRIT: „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar" 1980 (Ein- ar Olgeirsson og Jón Guðnason). 376 síður. „Kraftaverk einnar kynslóðar" 1983. 399 síður. (Einar Olgeirsson og Jón Guðnason). Einar Olgeirsson: „Vort land er í dögun". 1962. greinasafn, formáli eftir Sverri Kristjánsson, úr- valið gert af Birni Þorsteinssyni (286 síður). Einar Olgeirsson: Sósíalistaflokkurinn. 1966 (32 síður). Björn Þorsteinsson: 10 þorskastríð. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.