Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 4
undirbúningshópsins, þingmanninum norska, Gretu Knudsen: „Á Norræna kvennaþinginu sýnum við raunveruleik- ann að baki goðsögnum um jafnrétti kynjanna. Við sýnum daglegt líf kvenna, og það sem er meira um vert, orðum drauma okkar og framtíðarsýn um sam- félag með manneskjulegu svipmóti þar sem konur fá einnig notið sín. Á kvenna- þinginu gefum við okkur tíma til að rækta vináttu og vera með öðrum konum og það veitir sjálfsvitund og styrk til að tak- ast á við hversdagslífið." Fyrirkomulag þingsins: Eins og áður hefur komið fram þá verður þingið með svipuðu sniði og hlið- arráðstefnurnar þrjár. Fæstar íslenskar konur áttu þess kost að sækja þær svo við erum litlu nær með þá vitneskju. Hins vegar vitum við að þingið verður haldið á háskólasvæðinu í Blindern í Osló og að innihaldið ræðst af framlagi þátttakenda. Það er sem sagt hugmyndaflug kvenn- anna sjálfra sem ræður því hvort vel tekst til, en þær hafa fullkomið frelsi til að standa fyrir: vinnubásum, kynningum, vinnu í starfshópum, yfirheyrslum, mál- stofum, fyrirlestrum, sýningum, leikhúsi, söng, hljóðfæraslætti, bíósýningum, videó- sýningum, dansi o.s.frv. Það er pláss fyrir fjölmargar uppákomur samtímis. Uppá- komur geta verið afar formlegar ef slíkt hentar, t.d. kynning á starfsemi virðu- legra fjölmennra kvennasamtaka eða afar óformlegar t.d. úttekt nokkurra kvenna á t.d. konum og kímni. Þrjár ömmur geta sem best tekið sig saman og kynnt hvað ömrnur geta lagt af mörkum gegn kjarn- orkuógnuninni. Slík hugmynd hefur reyndar þegar komið fram. Þingið verður jafn skemmtilegt og þær konur sem þar mæta og mikilvægt er að uppákomur og kynningar verði sem allra fjölbreyttastar. Hvaða konur eiga erindi á þingið? Það eiga allar konur erindi á Norræna kvennaþingið. Hér á íslandi settum við okkur í upphafi það markmið að 200 ís- lenskar konur gerðu innrás í Osló, bæði konur sem eru almennir þátttakendur og konur sem verða með framlag. Nú í byrj- un mars þegar rúmur mánuður er enn eft- ir af þeim fresti sem gefinn er til að til- kynna þátttöku hafa á þriðja hundrað konur skráð sig. Lögð hefur verið áhersla á að hvetja þær konur sérstaklega til þátttöku sem venjulega eiga þess ekki kost að sækja þing í útlöndum. Við vitum hins vegar að það er langt frá því að konur tilheyri há- launafólki landsins og þess vegna hefur verið lögð áhersla á að styrkja sem flestar konur til fararinnar og ná góðum samn- ingum um ódýra ferðamöguleika og gist- ingu. 4

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.