Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 10
Vinnandi menn og konur veröa aö taka höndum saman um að skapa efnahagsleg- an jöfnuð í landinu. Hér þarf enginn aö svelta eöa verða að þræla 12-14 tíma á sólarhring til þess aö öðlast viðunandi lífskjör. Ef auðjöfrarnir eru látnir borga eins og rétt er, og þjóðfélaginu stjórnað af viti og réttlæti, þá er kúguninni létt af alþýðu. Én til þess verða konur og karlmenn, er sjálf vinna hörðum höndum, að fylkja sér saman í stjórnmálum. Því þá er þessi fjöldi í meirihluta á Alþingi og getur komið á réttlæti og jöfnuðu í þjóðfélagi voru. Eftirmáli Auk þeirra rita, sem sértaklega snerta baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi og sósíal- isma, skal bent hér á bækur, er snerta al- mennt lífskjör og baráttu íslenskra kvenna um aldir. Þær eru: Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna, 3 bindi, sem út komu á 7. og 8. áratugnum ef ég man rétt. Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár. (Kvennasögusafnið). Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (V.S.V.).: Fimm konur. — Útgefið af Setbergi 1962. — í þessari bók er m.a. margar góðar lýs- ingar að finna á hörðum lífskjörum al- þýðu og ekki síst kvenna á þessari öld og hetjuskap kvenna sem karla í erfiðri lífs- baráttu þá. Jóhannes úr Kötlum: Konan, menning- in og friðurinn. Fyrirlestur, birtur í „Rétti“ 1975, 3. hefti, bls. 156-168. 10

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.