Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 28
Bjarni Ben. var andvígur inngöngu í E.B., er hann hafði kynnt sér Rómarsátt- málann (sbr. bls. 192 í „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar“). Og 1971 náðu þeir flokkar, er útvíkka vildu frekar, meirihluta á Alþingi. Og 1. september 1972 færði nú Lúðvík Jóseps- son fískveiðilögsöguna út í 50 mílur og var nú orðinn „verri en Nasser“ að áliti Breta, sem áttu þá sökótt við forseta Egyptalands. — Bretar sendu nú að nýju herskip inn í fiskveiðilögsöguna, ollu með ofbeldi þessu dauða vélstjóra á Ægi, Halldórs Hallfreðssonar, og færðist nú meiri hiti í átökin. Alþýðubandalagið krafðist slita á sjórnmálasambandi við Breta og heimköllun sendiherrans. Nú fór Nato fyrir alvöru að óróast og grípa til ýmiskonar aðferða, sem of langt yrði að rekja hér. 50 mílurnar sigruðu, en Nato-flokkum og Unilever tókst að tefja málin um stækkum upp í 200 mílur, sem þó varð að lögum 1975. (Nánar segir frá öllu þessu í eftirfarandi ritum og grein- um: Lúðvík Jósepsson: Hversvegna var ekki mynduð vinstri stjórn? Réttur, 1974, bls. 149-149. Gils Guðmundsson: Hafréttarráðstefn- an í Caracas. Réttur 1974, bls. 221-227. Svavar Gestsson: Uppgjöf í unnu stríði. Réttur 1976, bls. 127-128. — Voru gerðir leynisamningar við Breta. Réttur, 1976, bls. 248-249. Einar Olgeirsson: Landhelgi og leyni- vopn. Réttur, 1972, bls. 199-203. Auk þess eru áður tilvitnaðar bækur (Magnúsar Kjartanssonar og „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar“.) Þannig lauk langri og heitri landhelgis- baráttu við „bandamenn“ okkar, Breta og Vestur-Þjóðverja, en í henni nutum við stuðnings Sovétríkjanna, er mest lá við í fyrstu átökunum, svo og Austur- Þýskalands. Fjendur Islands voru hinir fornu ágangs- seggir: Bretar og Þjóðverjar, útgerðar- auðvald þeirra og einokunarhringir. — En samúðin með baráttu okkar var hjá Sovétríkjunum og þeim fornu nýlendum, er voru nú frjáls lönd að heyja lífsbaráttu eins og við. II. Hið hernumda ísland Það þarf ekki langa grein um þann þátt ofbeldis „bandamanna“ vorra. Bretar hertóku ísland 10. maí 1940. Ríkisstjórnin, Alþingi og þjóðin mót- mæltu ofbeldinu. Bandaríkjastjórn krafðist þess af Bret- um í júní 1941 að þeir létu íslendinga biðja Bandaríkin um vernd. Forsætisráðherra íslands, Hermann Jónasson, neitaði. Herdrottnunum fannst slíkt frekja af litlu vopnlausu landi. Bandaríkjamenn knúðu á Breta að þeir heittu ráðum, sem dygöu, því þeir vildu fá landið strax — og ætluðu sér að hafa það a.m.k. heila öld undir sínu valdi, — eins og síðar kom í Ijós. 24. júní 1941 settu Bretar forsætisráð- herra Islands 24 klst. útslitakosti: Annað- hvort bæði hann um vernd Bandaríkj- anna — eða allar siglingar til og frá landi yrðu stöðvaðar; þjóðin svelt inni. Gagnvart slíkum afarkostum lét for- sætisráöherra undan, vildi ckki bera ábyrgð á hugsanlegu þjóðarmorði — og töku mannlauss lands á eftir. — Þannig náðu Bandaríkjamenn tökum á Islandi. Enginn löglegur samningur var gerður. Slíkan samning getur aðeins Alþingi og forseti (eða ríkisstjórn) gert. Bandarískur floti hertók landið 7. júlí og setti her á land. — Alþingi var ekki 28

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.