Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 35
vega bílinn.“ — Og þannig varö það. Héðinn greiddi úr eigin vasa, það sem þurfti vegna íbúðarinnar, eða byrjunar- framlagið, en Eggert keypti bílinn og gaf fjölskyldunni hann. Var það gamall bíll en þó vel nothæfur. Einu sinni á Reykjavíkurárum sínum tók Eggert konu með tvö börn heim til sín og gaf þeim uppihaldið í heilan vetur. Þessi kona var vitanlega umkomulaus ör- eigi, sem ekkert vissi hvað hún átti við sig að gera. Hér er dæmi frá Vestfjörðum: Einu sinni átti að flytja konu, sem nýbúin var að missa mann sinn hreppaflutningi. Hún átti fjögur ung börn. í þá daga var þetta enn algengt. Strax og Eggert frétti þetta fór hann til oddvita hreppsnefndarinnar og reyndi að leiða honum fyrir sjónir, hvílík óhæfa þetta væri og ómannúðlegt í alla staði. Sýnir þetta vel lífsviðhorf Egg- erts og mannúðarkennd. Hann var Iangt á undan mörgum samtíðarmönnum sínum í þessum efnum. Það var komið undir Veturnætur, er átti að flytja konuna. Var það löng og erf- ið leið, er hún átti að fara og til allra ókunnugra, og auðvitað átti að tvístra fjölskyldunni gjörsamlega. Litla áheyrn fékk Eggert hjá forráða- mönnum hreppsfélagsins. Sátu þeir við sinn keip og sögðu, að ákvarðanir hrepps- nefndarinnar hér að lútandi, stæðu óhaggaðar. Annað væri ekki hægt. Eggert sá þó um að konan var ekki flutt þennan vetur, og mun hann algjörlega hafa séð um nauðþurftir fjölskyldunnar fram á vor. Þetta er enn í minnj fjölmargra manna. Ekki þykir hlýða að birta nein nöfn. Það gæti ýft upp gömul sár. Mál þetta varð deilucfni á sínum tíma, eins og oftast mun hafa orðið, er um þess- ar ómannúðlegu og ranglátu ráðstafanir var að ræða: hreppaflutningana. Má þó telja víst að allir, sem að þessum ráð- stöfunum stóðu hafi síðar áttað sig á að þetta var óhæfa. Tímarnir hafa breyst — sem betur fer. Eggert fylgdist vel með öllum þjóðfé- lagsmálum, er efst voru á baugi hverju sinni. Hann var eindreginn stuðnings- maður verkalýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar. Sá hugsjónaeldur, sem bar stefnur þessar uppi, hreif hug hans þegar á unga aldri. Sú glóð entist honum ævilangt og kulnaði aldrei. Sjálfstæðismálið var hon- um og mjög hugleikið, enda lifði hann á þeim tíma, er það var aðalmál þjóðarinn- ar. Hann fagnaði því innilega, er þjóðin steig lokaskrefið í því máli 1944. En brátt þótti honum ský draga fyrir sólu. Hann varð ákaflega sár og reiður við þá forráðamenn þjóðarinnar, er sam- þykktu Keflavíkursamninginn og inn- göngu íslands í Atlantshafsbandalagið, og síðar hersetu. Er kosning forseta fór fram eftir andlát Sveins forseta, árið 1952, mun hann hafa verið í nokkrum vafa hvað gera skyldi. Ekki mun hann hafa verið ánægður með neinn frambjóðendanna. Einum fram- bjóðendanna, Asgeiri Ásgeirssyni, síðar forseta, hafði hann kynnst persónulega og haft við hann nokkur samskipti. Einu sinni höfðu þeir skrifað upp á víx- il fyrir bláfátækan barnamann, er átti í miklum erfiðleikum. Nokkru síðar hentu mann þennan alvarleg mistök. Gat hann ekki staðið skil á peningum er hann hafði handa á milli fyrir opinbera stofnun. Munu víxilpeningarnir hafa gengið til að greiða þessa skuld. Hjálp þeirra Eggerts og Ásgeirs varð því til að bjarga honum frá opinberri rannsókn og miklum vand- ræðum. Er kom að því að greiða víxilinn 35

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.