Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 23
Gunnar M. Magnúss Fœddur 2. des. 1898, dáinn 24. mars 1988 Gunnar M. Magnúss ríthöfundur er fallinn í valinn, nær 90 ára að aldri. Gunnar var brautryðjandi í baráttuni gegn hernáminu. Hann stofnaði strax 1953 samtökin „gegn her í Iandi“. Hann var formaður þeirra samtaka — og fylgdu síðan fleiri samtök á eftir með sömu stefnu. Gunnar var með afburðum hvað afköst snerti á ritvellinum. Yfir 90 bækur og rit, skáldsögur og sagnarit liggja eftir hann, svo eigi var ævistarfið neitt smáræði. En allra mest gagn hefur hann gert þjóð vorri og sagnaritun síðari tíma með því mikla verki, er hann vann að sagnarit- un baráttunnar gegn hernáminu og lýs- ingunni á öllu, er það snerti. Stærsta verkið, sem kostað hefur ótrú- lega mikla vinnu og kostgæfni, er rit hans „Virkið í norðri“ í þrem bindum. Hóf hann þegar á stríðsárunum að safna efn- inu í það mikla verk, er síðan kom út í 23

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.