Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 19
Réttur 70 ára Með þessu hefti byrjar Réttur 71. ár- ganginn. Vart hefur nokkur þeirra, sem að honum hafa staðið, búist við því í upp- hafi að hann yrði svo langlífur. En samt er svo komið og er rétt að minnast nokk- uð þeirra, sem gefið hafa honum þetta langa líf, þótt ekki sé gert meira en nefna nöfnin, sem flest eru nú orðin eign ís- landssögunnar. Pórólfur í Baldursheimi var hinn stór- huga stofnandi og með honum stóðu sterkir menn, sem átt hafa sinn þátt í að móta Islandssöguna, Jónas frá Hriflu er þeirra frægastur, en mönnum sem Ben- edikt á Auðnum, Benedikt Bjarnasyni skólastjóra og Arnóri Sigurjónssyni má þjóðin heldur ekki gleyma. Benedikt á Auðnum ritaði bestu skilgreininguna á heimsstyrjöldinni fyrri, sem þá hafði birst. Og eini fyrirlesturinn, sem við eig- um eftir Porstein Erlingsson, — „Verka- mannasamtökin“ — birtist í 1. árgangi Réttar 1916 og einn af brautryðjendum sósíalismans, Steinþór Guðmundsson, skrifaði margar greinar í gamla Rétt. Pað gerðum við líka þótt færri væru, Brynjólf- ur Bjarnason og ég í heftin 1924 og 1925. Því var það, sem Jónas reit í bréfinu til Þórólfs, er hann sagði að rétt hefði verið að selja kommúnistum Rétt, þeir hefðu hvort sem er verið búnir að yfirtaka hann. Það var 1926 um haustið að við tókum við Rétti. Fyrsta kvæðið í honum var „Hrærekur konungur í Kálf'skinni“ eftir Davíð Stéfánsson og komu þar strax fleiri landsþekktir ágætismenn við sögu: Sig- urður Guðmundsson skólameistari á Akur- eyri, Haraldur Björnsson leikari o.fl. Og róttæku skáldin létu ekki á sér standa. Porbergur Pórðarson reit í Rétt bréfið til Jinarajadasa (Eymd heimspekinnar) og árið eftir birtust ræður eftir Halldór Laxness, sem ég býst við að séu hvergi annarsstaðar til. 1930 var því Réttur orð- inn vettvangur nokkurra skálda. Halldór Stefánsson reit hverja ágætis smásöguna á fætur annarri. Og ekki má gleyma Krist- ínu Sigfúsdóttur sem í 12. árg. gaf ein- hverja átakanlegustu lýsingu á fátækt vinnufólks þeirra daga í sögunni „Örbirgð“. í „þjóðhátíðarheftinu“ 1930 voru tæpar 100 síður tilvitnanir í íslandssöguna og ís- lensk ljóð um undirokun alþýðu í 1000 ár og baráttuna gegn kúguninni. Á þessum árum bættust þeir Sverrir Kristjánsson og Ásgeir Bl. Magnússon í rithöfundahópinn — og fékk Ásgeir harð- vítuglega að kenna á því, svo sem frá var sagt í Rétti 1986. Nú hófst hin harðvítuga barátta krepputímans (4. áratugurinn) og naut Réttur þá hinna góðu „rauðu“ penna, sem honum höfðu áskotnast: Halldór Laxness átti meir en einn tug skarpra ádeilugreina, Halldór Stefánsson meir en tug ágætra smásagna ogJóhannes úr Kötl- um bætist við í hópinn með sínum stór- fenglegu ádeildu- og hvatningakvæðum. Kristinn Andrésson og Gunnar Benedikts- son o.fl. voru nú stöðugir rithöfundar og fyrstu kvæði Steins Steinars birtust þá í Rétti. — Og barátta Réttar hjálpaði vafa- laust til að Kommúnistaflokkur íslands vann sinn mikla sigur 1937 og fékk 3 menn á þing. 19

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.