Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 9

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 9
og rétt aö minnast þess að lengi hélst frelsisarfur ættasamfélagsins við, sá er áður hafði sýnt sig í konum eins og Asdísi á Bjargi, Auði Vésteinsdóttur, Guðrúnu Ósvífursdóttur, Bergþóru og fleirum, og á tímum stéttaþjóðfélagsins birtist enn hjá Ólöfu ríku og Helgu dóttur Jóns Ara- sonar, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Uppreisn konunnar og annarra manna gegn kúguninni Uppreisn konunnar er í Evrópu fyrst boðuð fyrir alvöru, er uppreisn alls kúg- aðs lýðs, kvenna sem karla, kemur á dagskrá í boðskap sósíalisma nútímans. Er rétt að minna á nokkrar þær bækur, er best röktu söguna af kúgun kvenna og tengdu hana frelsisbaráttu alls vinnandi fólks. Ber þar fyrst að nefna hina ágætu bók August Bebels: „Konan og sósíalism- inn“, er breiddist út um alla Evrópu og flutti frelsisboðskapinn til fjölda landa. Rakti Bebel þar kúgunarferil konunnar og boðaði uppreisn kennar og frelsun sem þátt í uppreisn og byltingu hinna undirok- uðu stétta. Clara Zetkin verður hinn mikli og rót- tæki málsvari kvenna í tímariti sínu „Die Gleicheit“ (Jöfnuðurinn). Og eftir að forvígismönnum sósíalismans varð Ijóst hvernig konan hafði lifað í hinu frum- stæða ættasamfélagi, verið sjálfstæð og oft leiðtogi, ritar Friedrick Engels sína ágætu bók, sem vér eigum í þýðingu As- geirs Blöndals Magnússonar: „Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkis- ins“. Kvenréttindahreyfingin tók skjótum framförum í Evrópu og eignaðist hina snjöllustu foringja, bæði sósíalistíska og borgaralega, svo sem Rósu Luxemborg, Alexöndru Kollontoy, Sylvíu Pankhurst og ótal fleiri. Skal sú barátta ei frekar rakin hér. Á íslandi En nú vex upp mikil og voldug fylking kvenna, er berjast fyrir réttindum þeirra. Brautryðjendur þeirrar hreyfingar voru þær merkiskonur, sem um aldamótin hófu í senn að gefa út blöð til að vinna að málstað kvenna og vekja þær til baráttu. Höfðu þar einkum forustu þær Briet Bjarhéðinsdóttir, Laufey Valdimarsdótt- ir, dóttir Brietar, Theodóra Thoroddsen, o.fl. o.fl. svo og þær sem jafnframt ein- beittu sér að skipulagningu verkakvenna í verkakvennafélög svo sem Carolína Siemsen, Jónína Jónatansdóttir o.fl., svo aðeins séu nefnd nöfn þeirra er í Reykja- vík voru.* Það veltur nú mikið á að allur sá mikli fjöldi, er býr við fátækt og óréttlæti, jafn- vel dæmdur til þrældóms, til að geta séð sér og sínum farborða, kunni að taka höndum saman og vinna sem einn maður utan þings og innan að því að vinnandi stéttir þessa lands, konur og menn, ráði landi voru og setji réttlæti og jöfnuð í há- sæti. Nú er í landinu forrík hástétt, sem í tengslum við erlent auðvald, sem hertek- ið hefur land vort, hefur þegar komið hér á ægilegri stéttaskiptingu en áður hefur þekkst. Aðeins eitt félag „Aðalverktakar hf.“ mun eiga 8000 milljónir ísl. króna og ráða miklu í landi voru í krafti þess auðs. * Mikinn og dýrmætan fróðleik um fyrstu áratugi verkalýðshreyfingar og sósíalisma á íslandi er að sækja i liina ágætu bók Gunnars M. Magnúss: „Ár og dagar“, gefin út 1967 og hefur aldrei verið rakin til fulls. Þá er og rétt að minna á að í 11. árgangi Réttar, er að finna sögu eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem lýsir frábærlega vel kúgun kvenna hér á okkar tímum. 9

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.