Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 17
ástríkis hennar og umhyggju og þeirrar
hamingju sem varð þeirra beggja lífsljós.
Bæði voru þau boðberar mannkærleikans
allt sitt líf, þess leiðarljóss sem heitast
skín frá manni til manns. Guðrún, konan
hans Eðvarðs, varð hans. hjúkrunarkona
þegar mest reyndi á, hún hélt vörð um líf
hans og gaf hverjum degi lífs og starfs
nýjan tilgang og hún naut ástar hans. Við
félagar Eðvarðs sem höfðum náin kynni
af hugsjónum hans og störfum um langan
aldur og þekktum hans sjúkdóm, vissum
hve veikindin gengu nærri lífi hans; höf-
um öll Guðrúnu Bjarnadóttur þakkir að
gjalda, hennar vegna nutum við lengur
hæfileika hans og leiðsagnar, vináttu hans
og hjartahlýju, jafnvel um árabil.
Guðrún Þorbjörg var fædd sem fyrr
segir 10. maí 1917, á Eyri við Skutuls-
fjörð í Vestur-ísafjarðarsýslu, sem er ysti
og stysti fjörðurinn við ísafjarðardjúp.
Við Skutulsfjörð er kaupstaðurinn ísa-
fjörður. Eyri er frægur sögustaður, þar
bjó Magnús Magnússon sýslumaður frá
1653-1704, hann samdi Eyrarannál
(lækningabók, grasabók og plánetubók).
Á Eyri fæddist Ólafur Ólafsson (Ólavíus)
hinn merkasti maður, (sjá Landið þitt ís-
land 1. bindi). Hann stofnaði meðal ann-
ars Hrappseyjarprentsmiðju.
Á hjáleigu frá Eyri, Tröðum, fæddist
Magnús Hjaltason (1873-1916) sem tal-
inn er fyrirmynd að Ólafi Ljósvíkingi í
skáldsögu Halldórs Laxness Heimsljósi.
Eyri var kirkjujörð og tilheyrði Ögur-
þingum, þar var fyrstur prestur Þórarinn
Tómasson (1333 og fyrr) alls þjónuðu
Eyri 40 prestar, síðast er nefndur Sigurð-
ur Kristjánsson (1942) hann þjónaði jafn-
framt Hólssókn í Bolungarvík frá 1949.
Prestsetursjörðin Eyri var með konungs-
úrskurði 1971, seld ísafjarðarkaupstað.
Á þessum sögufræga stað Eyri, fæddist
Guðrún Porbjörg og ólst þar upp. For-
eldrar hennar voru Bjarni Magnús Pét-
ursson sjómaður og netagerðarmaður,
Magnússonar í Engidal og kona hans
Herdís Jóhannesdóttir, járnsmiðs
Elíassonar á ísafirði og í Hnífsdal. Móðir
Herdísar var Guðrún Þorbjörg Jónsdóttir
frá Fremri-Arnardal.
Börn Bjarna Péturssonar og Herdísar
Jóhannesdóttur voru tólf, Guðrún Þor-
björg var þeirra elst og hún dó þeirra
fyrst. Öll þessi systkini hlutu að erfðum
frá foreldrum sínum og forfeðrum þá eig-
inleika sem best hafa reynst þjóð vorri,
vestfirskt harðfylgi, manndóm og heitar
tilfinningar, skýrar gáfur og vinnusemi,
systur Guðrúnar eru fimm, bræðurnir
sex.
Fyrstu minningar Guðrúnar Þorbjargar
hnigu að heimilislífinu á Eyri, þar fædd-
ust börnin ört og því var Herdís húsfreyja
oftast með barn á brjóstum og á höndum,
við þær aðstæður varð Guðrún stoð og
stytta móður sinnar við barnagæslu og
innanbæjarstörf, öll nutu börnin ástríkis
systur sinnar, hún varð félagi þeirra og
trúnaðarvinur.
Guðrún Þorbjörg var gædd góðum gáf-
um og átti létt með að læra, var flugnæm
og minnug, hagmælt var hún og átti létt
með að yrkja og auðga daglegt samfélag
með ferskeytlum sínum, sem mér er
reyndar ókunnugt um hvort hún síðan
geymdi á minnisblöðum eða lét þær aðeins
líða um laut og hól sjálfri sér og öðrum til
yndisauka. Æskuárin hennar á Eyri liðu
skjótt hjá. Sautján ára var Guðrún þegar
hún gerðist barnakennari á Hornströnd-
um, þar mun hún hafa verið í tvo vetur á
bæjum sem nú eru með tölu komnir í
eyði, aðeins stendur eftir bústaður vita-
varðar í Látravík.
Árið 1936, þegar Guðrún Þorbjörg var
17