Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 26
Eru fornir og nýir
fjendur íslands að taka
höndum saman um að
eyðileggja land vort
og þjóð?
Aðrir ræna Islandi undir
herstöö, — hinir íhuga
að ræna oss fiskveiöi-
landh elginni
Það eru óhugnanleg örlög, sem nú blasa við Islandi og íslenskri þjóð.
Bandarískt hervald hefur nú í 47 ár haldið landi voru herteknu og hyggur nú
á meiri og dýrari herfyrirtæki en nokkru sinni fyrr — og sér enginn fyrir endann
á þeim yfirgangi meðan sá innrásarher er látinn þrífast hér eða þrífst hér í krafti
ofbeldis síns og yfirgangs. — Nýjustu hernaðartækin, sem innrásarherinn nú ætl-
ar að ráðast í eru bygging þriggja ratsjárstöðva, er kosta skulu 11 milljarða króna
að minnsta kosti. — Þetta bætist við eitrandi olíu á Keflavíkurflugvelli og að-
stöðu til kjarnorkuhernaðar.
Við þetta bætist nú að fornir fjendur Islands, enskt og þýskt útgerðarauðvald
hyggst með aðstoð Efnahagsbandalagsins ræna fiskveiðilandhelgi vorri, þurrausa
hana svo sem þeir forðum reyndu og skilja íslenska þjóð eftir sem þræla hernað-
arstórveldanna, að svo miklu leyti sem Islendingar fá að búa í landi sínu.
Og svo skal alin hér upp yfirstétt, sú auðugasta sem á Islandi hefur lifað, sem
á allan sinn auð undir hervaldinu og ræður voldugum blöðum, sem þjóna her-
náminu og ætla sér að gera Islendinga að hlýðnum þýjum þess, er kalli ræningja
landsins „verndara“ þess og hugsanlega ræningja íiskimiðanna „bandamenn“ Is-
lendinga.
I.
Fiskimiðin
Það er best að rifja upp það sem fjærst
er í tímanum og hættast við að fólk
gleymi.
Strax á 15. öld tóku enskir og þýskir út-
gerðarmenn að setjast hér að og ræna
fiskiinið vor, sem þá voru mjög auðug,
ekki síst Faxaflóinn. Þar settust þeir að,
26