Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 34
Kynni okkar áttu eftir aö verða mikil og góð. Vil ég verja örfáum línum til að segja frá þessum að mínum dómi, sér- stæða manni og kynnum mínum af honum. Ég held að Eggert sé lífsglaðasti og bjartsýnasti maður, sem ég hef kynnst. Þegar ég hugsa um hann, kemur mér ævinlega í hug sagan hans Einars Hjör- leifssonar: Sveinn káti. Kjarkur hans, lífsgleði og hjálpsemi var með afbrigðum. Hann var alla sína ævi að gefa og hjálpa. Hann mátti ekkert aumt sjá. Ég held að með sanni hafi mátt segja, að ekkert mannlegt væri honum óviðkomandi. Sjálfur var hann oftast fá- tækur og gerði litlar kröfur sjálfum sér til handa. Skal nú brugðið upp nokkrum smámyndum úr lífi Eggerts, er mér finnst lýsa honum að nokkru. Það var á efri árum Eggerts, að hann fór til Reykjavíkur. Hann fór með bát sem gekk þar á milli. Dag einn fór hann inn á kaffihús, ásamt félögum sínum. Kom þá til þeirra rösklega miðaldra maður, og heilsaði Eggert, kunnuglega. Eggert kannaðist ekkert við manninn í fyrstu. En er hann hafði sagt nokkur deili á sér, mundi hann eftir að hann hafði kynnst manni þessum sem unglingi fyrir mörgum árum. Er nú ekki að orðlengja það, að maður þessi settist til borðs hjá þeim félögum og tóku þeir tal saman, Eggert og hann. Allt í einu snýr maðurinn sér að Eggert og segir: „Skelfing er að sjá þig, Eggert minn. Þú ert alveg tannlaus. Þú þyrftir að fá þér tennur. Það er alveg ómögulegt hjá þér að vera svona.“ — „Jú, víst þyrfti ég þess,“ sagði Eggert. En síðan bætti hann við: „Það er nú ekki svo mikið að vera tannlaus, ég er orðinn því svo vanur. Hitt þykir mér verra að vera útvarpslaus.“ „Ég skal láta þig hafa útvarp og tennur,“ sagði maðurinn. „Þú átt það hjá mér. Ég er ekki búinn að gleyma því, hvernig þú hjálpaðir okkur, þegar við áttum bágast. Nú er ég það vel stæður, að mig munar ekkert um þetta.“ Og heim fór Eggert vel tenntur og með nýtt útvarpstæki. En hvernig hafði hann svo hjálpað þessum manni og fjölskyldu hans? Það gerðist fyrir mörgum árum, er Eggert var í Reykjavík. Faðir þessa manns drukknaði frá mörg- um börnum. Pilturinn var þá á 19. ári. Hann var atvinnulaus, eins og margir voru í þá daga. Enn bættist það við alla aðra örðugleika að fjölskyldan var í hús- næðishraki. Þá voru engar tryggingar eða fjölskyldubætur til handa þeim sem urðu fyrir svona áföllum. Eggert þekkti þetta fólk lítillega. Hann þaut strax af stað til að reyna að hjálpa, eins og hans var vani. Fyrst var að reyna að útvega húsnæði, síðan atvinnu fyrir piltinn, sem var eina fyrirvinna heimilisins eins og nú var komið. Eggert var kunnur Héðni Valdimars- syni alþingismanni, hinum kunna verka- lýðsleiðtoga og hafði á honum miklar mætur. Fór hann nú að finna hann, tjáði honum vandræði fjölskyldunnar og bað um liðsinni hans. Tók Héðinn því vel og lofaði að athuga málið. Skömmu síðar hittust þeir aftur og tjáði Héðinn honum, að hann hefði von um að geta útvegað fjölskyldunni húsnæði í Verkamanna- bústöðunum, sem þá var verið að byggja í Reykjavík. En erfiðara mundi með at- vinnu handa drengnum. Þó sagðist hann kannski geta útvegað honum vinnu, ef hann hefði vörubíl. Um slíkt mundi þó tæplega vera að ræða fyrir eignalausn ungling. Þá sagði Eggert: „Ef þú útvegar hús- næði, skal ég með einhverjum ráðum út- 34

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.