Réttur


Réttur - 01.01.1988, Page 40

Réttur - 01.01.1988, Page 40
Dyrfjöll, heilsíðustórum gluggum mót austri og rísandi sól. Engin gluggatjöld byrgðu sýn, en sólbekkir voru nýttir sem sæti og hillur undir smálega séreignahluti verkfallsvarða. Uppgangur á verkfalls- vaktina var til hliðar við aðalinngang af götu sunnanvert, bakgangur eins konar, millum hárra stafla af gosdrykkjakössum auk bílfarma af pappakössum greinilega merktum Á.T.V.R. Stigar voru brattir, langir og mjóir en lýsing í lágmarki og aðeins til tafar að leiðast upp þann stiga. í skúmaskoti þessu blönduðu þjónar drukk hundruðum gesta og var sú starfs- aðstaða öfundarlaus af verkfallsvörðum. Nýir og óvanir, þeir sem á annað borð ekki villtust á inngöngum eða tóku glaumstaðinn fram yfir sjálfboðastarfið, töldu sig hafa ilmandi leiði upp mjóa veginn, þrönga. Veðruðu sig upp við eldri og reyndari verði, sem spígsporuðu eins- og hanar um hænuhóp, ósparir á reynslu sína í ótal átökum, þar sem samtök og samheldni var alltaf besta vopnið, jafnvel á óðum flótta. Mía seig niður í plússhægindið, er eitt sinn hafði verið vandaður armstóll borg- araheimilis, þó nú stæðu gormar upp úr hálmhrúgu og striga en armar farnir veg allra forgengilegra hluta. Hún var ekki hávaxin kona eða þvengja- lengja þó hver karl hér á vaktinni liti upp til hennar. En uppleitin, kvikul augu báru með sér kindugan glettnisglampa sem örvaði og hvatti — hvað — hvurnig? Æði misjafn hópur. Tveir tugir líklega, frá 16 ára til sjötugs á næturvöku. Hver skrambinn gat dregið þá endilega hingað? Voru þeir fjölskyldulausir? Svangir, einmana, nátthrafnar er nægðust við jólaköku og sæmund, lítilsgilt þus eða slúður, söguburð, þjark og baknag. Fjandakornið sú væri fúnksjónin, og þó, að einhverju leyti allt þetta, en fleira kom til, ef til vill áttu þeir sér hugsýn um betri heim þrátt fyrir allt. Strax fyrsta kvöldið buðu þeir hana velkomna í hægindið með lútsterku kaffi, sem virkilega var vel þegið til viðhalds vímunni. Ófullburða börn þjóðfélagsins, eigin- lega fóstur, náðu ekki þroska að bera fram lífskröfu sína á réttan, fullnægjandi hátt og hlutu því að lifa skuggatilveru á næturvakt. Var þá ekkert nema fræðilega öðru réttara í stéttabaráttu og aðeins tímalega skynsamlegra vit. Svo mikið var víst að margt hafði mistekist svo hörmung var um að lesa. Bæði Lenín og Trotskí drepnir og nú síðast um okkar daga Che Guevara aflífaður veikur í böðulshönd- um. Sjálf hafði hún jú misst bæði piltinn og fóstrið en ekki vonina um lífsfyllingu. Verkalýðsfélögin fóru heybandsgang, fet fyrir fet, krókótta slóð. Fundir fáir og illa sóttir, aðeins um brýnustu kaup- gjaldsmál. Ræðustóll á hverjum fundi eins og brimbarin klettaströnd sem hinn venjulega félagsmann hryllti við. Sam- tenging launabaráttu og skemmtanalífs algert bannorð í karlræði félaganna. Þrátt fyrir sterka sjóði og verðbólgu var póli- tísk fræðsla heilög kýr sem ekki mátti frekar hreitla úr spenum á en meðal Hindúa. Mía renndi augum yfir salinn, teflandi menn og hálfsofandi eða stjáklandi um gólfið í hrókaræðum. Engan sérstakan, vildi kanna sviðið, heim þeirra. Það sást ekki með augunum heldur í gegnum þau. Hér mættu svo til sömu fuglar nótt eftir nótt í sjálfboðavinnu án hvatningar að best var vitað. Hún yrði að grafa í þessu, fara sjálf á vakt. Mundi það fást, ekki var hún í neinu félagi og þar að auki var mjótt á munum 40

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.