Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 44
GESTUR GUÐMUNDSSON: Ritfregn Kynning á heimspeki Brynjólfs Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson og Páll Skúlason: Samræður um heimspeki, Svart á hvítu 1987. Fyrir síðustu jól sendi bókaforlagið Svart á hvítu frá sér Samræður um heim- speki, þar sem þátttakendur eru þeir Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjóns- son og Páll Skúlason, en Eyjólfur Kjalar Emilsson ritar formála. Samræðurnar eru fyrst og fremst helgaðar heimspeki Bryn- jólfs Bjarnasonar, en hinir þátttakend- urnir spyrja Brynjólf, gagnrýna heim- speki hans og tefla fram öðrum hugmynd- um. Brynjólfur hefur áður sent frá sér sex bækur um heimspekileg efni; þessi bætir kannski ekki miklu við, en er ágætur inn- gangur að hinum bókunum. Hún er að- gengileg og andmælendurnir þjóna því hlutverki að vekja upp spurningar og efla þannig umhugun lesandans. Brynjólfur hefur ávalit fengist við grundvallarspurningar heimspekiiðkana, spurningar sem flestir mestu heimspek- ingar sögunnar hafa glímt við en aðrir minni spámenn hafa fæstir reynt að móta sér sjálfstæða afstöðu til. Þetta áræði er í samræmi við annað í lífshlaupi Brynjólfs. Glíma hans við grundvallarvandamálin færir okkur auðvitað engan nýjan sann- leika á silfurfati, en hlýtur að gera sér- hverjum lesanda betur Ijóst en áður, hversu mörgum knýjandi spurningum um tilvist okkar er í raun ósvarað, og um leið getur hún aðstoðað okkur við að orða þessar spurningar og leita svara við þeim. Brynjólfur spyr ekki um minna en sjálf- an tilgang lífsins. Meðal fróðlegustu kafla bókarinnar eru þeir, þar sem Páll Skúla- son teflir fram heimspeki existensíalista, á borð við Camus, gegn skoðunum Bryn- jólfs. Brynjólfur getur tekið undir það með existensíalistum að sú vísindalega heimsmynd sem er ráðandi um hugsunar- hátt okkar, veitir okkur engin svör um til- gang lífsins. Hér kemst Camus að þeirri niðurstöðu að allt mannlíf sé merkingar- laus fjarstæða frá náttúrunnar hendi; við verðum að gefa lífinu merkingu. Bryn- jólfur getur ekki fellt sig við þessa niður- stöðu og segir að hann geti ekki fellt sig við að lífið sé tilgangslaust. Hann geti ekki sannað að lífinu fylgi ákveðinn til- gangur, en hann geri þá hugmynd engu að síður að frumforsendu lífs síns og hugsunar, því að lífið sé honum einskis 44

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.