Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 11
ERLA SIGURÐARDÓTTIR: Lífskjör grænlenskra kvenna í Danmörku Grænlcnskar konur missa forræði yfir börnum sínum þegar þær skilja við danska menn sína. Orð þessi eru ekki gripin úr sögu gamalla og liðinna tíma heldur eru þau skrifuð á því herrans ári 1988. Þegar forræðismál koma fyrir danska dómstóla fellur dómur svo til undantekningalaust karlinum í hag. Saga samskipta Grænlendinga og vest- rænnar menningar, aðallega í líki danskra nýlenduherra hefur verið langt frá því átakalaus. Hvernig þúsund ára gömul menning hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir hinum eina og sanna boðskap kristni og vestrænnar menningar, — hann er einnig oft kallaður „framfarir“. Grænlendingar hafa nú haft heimastjórn í tæpan áratug en enn er langt í land hvað sjálfstæði snertir. Örin eru mörg og illlæknanleg. Stórt ljón á veginum er fáfræði sú, afskiptaleysi og fordómar sem ríkja meðal margra Dana enn í dag. Hér á eftir verður greint frá smákafla úr þeirri sögu. Meðal annars frá vandræð- um grænlenskra kvenna sem skilja við danska eiginmenn sína. I öllum þeim til- vikum þar sem forræðismál dansks karl- manns og grænlenskrar konu hafa farið fyrir dómstóla hefur karlinn fengið for- ræði yfir börnum þeirra hjóna. Fyrsta undantekningin hér á varð ekki fyrr en árið 1987. í grein þessari verður aðallega stuðst við ritgerð sem félagsráðgjafa- nemar við „Den sociale Höjskole“ í Kaupmannahöfn hafa unnið. Mynd tekin á Christianshavns Torv í Kaupmannahöfn. Ljósm.: Laurí Dammert.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.