Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 7

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 7
Mynd Muggs af kolahurði kvenna (1919). sem karlmennirnir stunduðu veiðiskap- inn, var það konan sem fann upp akur- yrkjuna og var venjulega leiðtogi hins smáa samfélags. Við höfum einstaka frá- sagnir varðveittar um slíkt, svo sem af Deboru, er var „dómarinn“ í hinu forna samfélagi gyðinga, áður en konungsvald og stéttaskipting braut sér þar braut, þrátt fyrir aðvörun hinna vitrustu manna. Og dómur biblíunnar um stjórnarfar De- boru var svohljóðandi: „Var nú friður í landi um fjörutíu ár“. Og í trúarbrögðum þessa mannfélags var það tíðum svo að guðdómurinn, sem treyst var á og trúað, var kona, svo sem í Litlu-Asíu „hin mikla móðir“ („magna mater“ á latínu). Stéttaþjóðfélagið verður til En þegar efnahagslegar framfarir uxu svo mjög að möguleiki varð til að fáir menn, er öfluðu sér nægilegs valds, gætu lifað góðu lífi á vinnu alls fjöldans, þá skapaðist möguleikinn fyrir lítinn hóp að hrifsa til sín valdið yfir fjöldanum og láta þræla eða aðrir vinnandi menn, er þessari nýju yfirstétt hafði tckist að beygja undir vald sitt, ríkisvaldið, þræla fyrir sig. Það var langt og blóðugt skeið í sög- unni sem myndun þessa kúgunarvalds tók. Eigi aðeins konunni var steypt af stóli sem leiðtoga ættarinnar, heldur urðu og stundum stríð árum saman, svo sem er rómverska yfirstéttin var að brjóta þræla- 7

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.