Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 5
Fjölmörg sveitarfélög hafa ákveðið að styrkja konur frá sér, á sama hátt munu ýmis verkalýðsfélög veita styrki og fé- lagsmálaráðherra lagði fram 200 þús. kr. sem stofngjald í ferðasjóð, sem nú er safnað fé í. Markmiðið með ferðasjóðn- um er að styrkja þær konur sérstaklega sem hvergi fá styrk annars staðar frá. Lögð er rík áhersla á það hér heima að málakunnátta er engin forsenda þess að hægt sé að taka þátt í Norræna kvenna- þinginu. Við höfum fengið fjármagn til að greiða túlkum og íslenskur blaðamaður mun skrifa á íslensku í þingtíðindin, sem gefin verða út daglega. Við ætlumst líka til þess að þær íslenskar konur sem tala eitthvert Norðurlandamálanna aðstoði þær sem ekki tala þau. Framlag íslenskra kvenna á þinginu Við fengum 100 tíma til ráðstöfunar fyrir okkar framlög. Nú er Ijóst að við munum nýta þann tíma algjörlega. 5 myndlistarkonur hafa tilkynnt um að þær muni sýna verk sín. Verk tónskáldanna okkar kvenkyns þeirra Jórunnar Viðar, Karólínu Eiríksdóttur og Mistar Þorkels- dóttur verða flutt af fimm tónlistarkon- um. Sýnd verður ný kvikmynd Steinunn- ar Jóhannesdóttur, sem María Kristjáns- dóttir leikstýrir. Guðrún S. Friðbjörns- dóttir söngkona verður með Grieg tón- leika. Kvenréttindafélagið, Kvenfélaga- sambandið, Kvennaathvarfið, Kvenna- ráðgjöfin, Kvennalistinn, Vera blað kvennabaráttu, Alþýðubandalagskonur, Alþýðufiokkskonur, Framsóknarkonur, Sjálfstæðiskonur, konur í ASÍ, BSRB sem vilja frið á jörð, verða með uppá- komur svo eitthvað sé nefnt. Það er því ljóst að framlag íslenskra kvenna verður afar fjölbreytt og athyglisvert. Sérstaða íslenskra kvenna Konur á íslandi hafa vakið heimsat- hygli fyrir samtakamátt sinn. Kvennafrí- dagarnir 24. október 1975 og 1985 heppn- uðust betur en nokkur þorði að vona. Konur lögðu niður vinnu og sýndu svo ekki varð um villst að þjóðfélagið verður óstarfhæft ef starfskrafta okkar nýtur ekki við. Ætla mætti af þessu að við stæð- um mun betur að vígi hvað jafnrétti varð- ar en konur annars staðar. Svo er því miður ekki. Sem dæmi um launamisrétti má nefna að hæstum meðaltekjum kvenna ná ógiftar konur á aldrinum 25-39 ára og samsvara þær meðaltekjum 60-64 ára ókvæntra karla en ná hvorki meðal- tekjum 65-69 ára kvæntra karla né 20-24 ára karla. Við getum því aldeilis ekki haldið að okkur höndum þegar blásið er til sameig- inlegs norræns kvennaþings. Við höfum margt af kynsystrum okkar á hinum Norðurlöndunum að læra og teljum okk- ur líka hafa heilmikið til málanna að leggja. 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.