Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 32
Grímur við setjarakassann ans, Þorvarðar Þorvarðarssonar, til að vinna þetta blað. Vann hann allt, sem gera þurfti: skrifa blaðið, setja það og það var þá gert með gömlu aðferðinni að týna upp hvern bókstaf úr sínum kassa, prenta það síðan og koma því út. Mun slíkt einstakt við blaðaútgáfu og hélt Grímur þessu áfram árum saman. Blaðið hét „Lýðvinurinn“ og var í senn hið rót- tækasta og myndarlegasta að öllum frá- gangi, þótt ekki væri stórt, en hinsvegar vel myndum skreytt. Og auðvitað var þetta allt sjálfboðavinna hjá Grími þessi mörgu ár. Var slíkt títt hjá íslenskum kommúnistum þá. 1956 varð Grímur ritstjóri „Æskunn- ar“ og gegndi því starfi til 1. janúar 1985. Fyrstu árin var hann ritstjóri ásamt öðr- um og var jafnframt verkstjóri í setjarasal prentsmiðjunnar. Ritstjórnarstarfinu gegndi hann til 1. janúar 1985. Þá fór heilsa hans að bila, enda hafði hann aldrei hlíft sér í hinu margþætta starfi, sem á honum hvíldi. 6. apríl 1944 giftust þau Laufey Magn- úsdóttir verkamanns í Reykjavík og Grímur. Bjuggu þau allan tíma sambúðar sinnar að Njálsgötu 42, þar sem Grímur bjó alla ævi. Laufey lifir mann sinn, en er sjálf mjög heilsutæp. Sigurjón Birgir Eng- ilberts er sonur þeirra. Grímur var virkur í hinum róttæku samtökum á íslandi, Kommúnistaflokkn- um og Sósíalistaflokknum — og æsku- lýðssamtökum þeirra, meðan aldurinn krafðist þess. Grímur Engilbcrts er kvaddur mcð virðingu og þökk af hans gömlu félögum og innilegar samúðaróskir sendar hans nánustu sem og vinum hans og samherj- um. Einar Olgeirsson. 32

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.