Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 24
þrem bindum um 1000 bls. Fyrstu tvö bindin voru ítarleg saga sjálfra atburð- anna, sem hernáminu fylgdu, prýdd fjölda mynda, sem vafalaust hefðu marg'- ar hverjar glatast, ef hann hefði ekki sýnt slíka forsjálni að safna þeim, og efnið sjálft, lýsingin á fjölda atburða, hefði líka glatast og gleymst, ef hann hefði ekki brugðið svo fljótt við. Og fyrir þriðja bindið á hann alveg sér- staklega þakkir þjóðarinnar skilið. Þar er sagan af fórnum íslendinga í styrjöldinni, sagan af sjómönnum okkar, er féllu í stríðinu við að færa Englendingum fisk- inn. Það er næsta ótrúlegt verk, sem Gunnar hefur unnið að safna ljósmynd- um af þorra þeirra hetja, er lífið létu í stríðinu, svo og af fjölda þeirra, er hættu lífi sínu öll þessi ár, en lifðu af. Öll þessi saga, lýsingin á baráttu hvers kyns við ægi og ógnir þýsku kafbátanna, er svo dýrmæt að líklega hefðum við aldrei eignast hana slíka sem hún er geymd í 3. bindi „Virkisins í norðri“, ef Gunnar hefði ekki brugðið svo fljótt við og sérstaklega náð öllum þeim fjölda mynda, sem frásögninni fylgja. A hann miklar þakkir skildar frá þjóð vorri og ekki síst þúsundum sjómanna vorra og ættfólks þeirra. Gunnar var aldrei að fela hvorki níð- ingsverk nasista í sjóhernaðinum né framkomu hernámsliðsins, sem ýmist beitti ofbeldi til að hernema landið og síðar blekkingum og jafnvel hótunum um tortímingu, ef ekki væri látið að vilja þeirra. Hann dregur heldur ekki fjöður yfir þá spillingu, sem hernámið olli í land- inu, — jafnhliða því sem hann leggur áherslu á hve brýn baráttan fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar nú væri orðin. Gunnar var í þessum ritum sínum bar- áttumaðurinn fyrir sjálfstæði landsins jafnhliða því að vera sagnaritari atburð- anna. Síðar dró Gunnar svo saman í eina bók, tæpar 400 síður að stærð, atburða- rásina miklu, í bók, sem hann nefndi „Arin sem aldrei gleymasf. ísland og heimsstyrjöldin síðari“. Hún kom út 1964 og þar hefur hann viljað rifja upp fyrir þjóðinni aðalatriðin í þessum hildarleik, sem vopnlaus og varnarlaus smáþjóð á við ógnþrungin vopn og hótanir stór- velda, — sem hræsna og þykjast vera „vinir og verndarar“. Sú bók þyrfti sannarlega að koma út aftur og vera á hverju íslensku heimili. Því það er barist um sál þjóðarinnar jafnhliða sem lífi hennar er stofnað í hættu — í þágu þess volduga herveldis, sem vill hagnýta land vort til árásar, ef því þykir þörf, og fórna lífi þjóðar vorrar, ef það hefur slíkt stríð. Þegar Gunnar reit þessa bók, voru ekki liðin nema 24 ár frá upphafi hernáms og í bjartsýni sinni gaf Gunnar bókinni þennan titil, sem um leið var áminning til þjóðarinnar. — En yfir- stétt lands vors, meira eða minna komin í þjónustu innrásarhersins, — að minnsta kosti andlega — vinnur markvíst að því að þjóðin gleymi hvernig allt hernámið gerðist og sætti sig við það, — minnki sjálfa sig svo hún verði að lokum banda- rískt þý. Og það er gegn þeirri hættu, sem Gunnar M. Magnúss hefur unnið stór- virki með þessum bókum sínum, sem þjóðin mun einhverntíma þakka honum, ef hún lifir hernámið af líkamlega og and- lega. En Gunnar hefur líka unnið ágætt verk fyrir íslenska verkalýðshreyfingu, sem eigi má firnast. Bók hans „Ar og dagar. Upptök og þróun alþýðusamtaka á Is- landi 1875-1934“ er rit, sem ætti að vera til á hverju alþýðuheimili. Bók þessi kom 24

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.