Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 45
virði að öðrum kosti. í glímu sinni við þennan skoðanamun berast þeir Brynjólf- ur, Páll og Halldor um viðan völl og skeggræða m.a. um trúmál, eilíft líf og hlutverk listarinnar. Önnur og nátengd grundvallarspurning sem ber á góma er eilífðarvandamál heimspekinnar um hlutveruleika og vitund. Þeir víkja að því að það er fyrst í nútímanum sem menn skilja þarna á milli. Páll spyr hvort ekki sé hægt að hverfa aftur til þeirrar einingar efnis og anda sem ríkti í hugsun Grikkja, en Brynjólfur telur að þegar þessi greinar- munur hafi verið uppgötvaður, verði ekki aftur snúið. Hann fæði af sér ótal vanda- mál, sem engin endanleg lausn hafi verið fundin á, en nauðsynlegt sé að glíma við. Brynjólfur hefur sett fram skoðun á þess- um efnum, sem kalla má „þekkingar- fræðilega tvíhyggju samfara verufræði- legri einhyggju. í þessum nafngiftum felst þetta: við hljótum að gera skarpan greinarmun á vitund og hlutveruleika; þessi hugtök og greinarmunur þeirra eru óhjákvæmilegur hluti af hugmyndum okkar um heiminn, og það er ógerlegt að skýra annað hvort þeirra út frá hinu eða smætta annað í hitt eins og stundum er sagt. Á hinn bóginn er einn og sami veru- leikinn á bak við þessi hugtök, ekki tveir eins og Descartes vildi halda fram. Bryn- jólfur orðar þetta stundum svo að vitund og hlutveruleiki séu tvö horf sama veru- leikans.“ (Eyjólfur Kjalar Emilsson í for- mála bókarinnar, bls. 14.) í bókinni gera viðmælendur Brynjólfs ýmis áhlaup að þessari skoðun, en Brynjólfur ver hana fimlega um leið og hann viðurkennir að hún verði seint eða aldrei sönnuð og jafn- vel sé erfitt að koma skýrum orðum að henni, þar sem þessi hugsun vísi á vissan hátt út fyrir hugmyndaheim okkar. í þess- Brynjólfur Bjarnason. um samræðum er víða komið við og fjall- að um líffræði og önnur náttúruvísindi, tengsl trúmála og stjórnmála, sem og ýmis þekkingarfræðileg atriði og ótal margt annað. Ég læt þessi dæmi nægja um viðfangs- efni samræðnanna. Á þeim ætti að sjást, að það er stórt spurt og leitað að skýrum svörum, sem ekki fást. Petta eru sannar heimspekilegar umræður og gerast á mörkum mannlegrar þekkingar. Sú hugsun leitaði á mig við lestur bók- arinnar, að Brynjólfur er af þeirri kyn- slóð íslandssögunnar sem upplifað hefur mestar breytingar á lífsháttum og heims- mynd. Þess er kannski að vænta að hugs- uðir slíkrar kynslóðar kafi dýpra og glími við spurningar, sem aðrar kynslóðir láta sér frekar í léttu rúmi liggja. Brynjólfur fæðist inn í heirn sem hafði breyst svo 45

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.