Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 25
út hjá „Heimskringlu“ 1967 og mun nú löngu uppseld. Alveg sérstakar þakkir á hann fyrir þann fjölda mynda af því al- þýðufólki er brautina ruddi. Það væri þörf á að gefa þá bók aftur út og eins að fá jafn samviskusaman og dugandi mann sem Gunnar til að rita nokkurt framhald. Gunnar hafði sjálfur reiknað með öðru bindi: 1934-1967, en þá voru liðin 80 ár frá upphafi verkalýðshreyfingar á íslandi. En því miður varð ekki af því. — Þessi bók er yfir 200 síður að stærð í stóru broti. Hér hefur aðeins verið sagt frá litlum þætti í miklu lífsstarfi Gunnars. Kennslu- störf hans í 30 ár, ritun 50 annarra rita, skipulagsstarf hans, hefur til allrar ham- ingju verið rætt annarsstaðar. En íslensk- ir sósíalistar eiga honum sérstakar þakkir að gjalda, sem hér er lögð aðaláhersla á. Hann var eitt tímabil þingmaður okkar og vann og að framboðsmálum auk alls annars. Gunnari M. Magnúss eru færðar hjart- ans þakkir fyrir allt hans mikla starf. Og afkomendum hans eru sendar innilegar samúðarkveðjur, en konu sína, Kristrúnu Eiríksdóttur, missti hann 1970, en þau áttu 3 syni. E.O. 25

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.