Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 48

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 48
éVé. NEISTAR Ríkisstjórn ein sat á fundi með helstu auðkýfingum sínum og ræddi hvað gera skyldi. Verkafólk, jafnvel fiskvinnslukonur, höfðu gerst svo frekar að hækka kaup sitt. Þá kvað við rödd eins „dánu- rnanns": „Við verðum að venja þennan lýð af þessari frekju. Hann á að þræla, svo við getum grætt. Best væri að hækka dollarinn um 10-20%, þá sér þessi lýður að það þýðir ekkert að vera með þessar kauphækkanir og heldur sér í ró. En við græðum milljónir bæði á því fé, sem vér eigum er- lendis og þeim vörumm, er við flytjum út. Þannig að það að vera.“ Þá kvaö við rödd úr gröfinni frá 18. öld: „Heyrið þér, Satans börn, ef nokkrir eru, sem megið til mín heyra, eður til þessa spyrja: eruð þér enn nú ekki óþyrstir orðnir af bióði fátæks almúga hér á landi? Nær viljið þér láta af að útsjúga hús þeirra sem yður forsorgum veita með sínu erfiði.“ Þá kvað við rödd „dánumanns- ins“ á ríkisstjórnarfundinum: „Hlustið ekki á þvætting þennan. Það eru bölvaðir bolsar að æsa upp lýðinn eins og Jón biskup Vídalín forðum. Best væru þeir geymdir í gröfinni allir eins og sá, sem þeir vitna í.“ Þá kvað við rödd enn dýpra úr gröf en hin fyrri: „Heyrið nú, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orð- inn fúinn og klæði yðar eru orð- in mölétin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur, þér haf- ið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Sjá laun verkamann- anna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hróp og köll kornskurð- armannanna eru komin til eyra Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi; þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt, þér hafið drepið hinn réttláta, hann stendur ekki í gegn yður.“ (Jakobsbréf 5. 1-6.) Þá mælti annar dánumaður á ríkisstjórnarfundinum: „Látið þið ekki þetta bölvað þrugl úr biblíunni hræða ykkur. Þessir karlar vissu ekkert hvað business er. Eða hvernig litist ykkur á ef sjálfur Jesú frá Nasaret væri kominn og eig- endur Aðalverktaka væru að ræða við hann um að ganga í söfnuð hans og hann svaraði þeim sem unga, ríka manninum forðum: „Farið og gefið fé ykkar fátækum og komið svo til mín.“ Detturykkur í hug að nokkur viti borinn fjár- málamaður myndi haga sér svona? Eða hvað haldið þið að Ameríkanarnir segðu, ef einhverj- um dytti slíkt i hug suður á Vellin- um? — Nei, „business er busin- ess“ og þetta þrugl úr gamalli gyð- ingabók er gott fyrir lýðinn og þakkið þið fyrir meðan hann trúir því að hann eigi alltaf að þræla og fórna, svo við getum orðið rfkir.“ Og dánumaðurinn bætti við: „Hugsið ykkur hvað gæti gerst, ef bolsarnir fá að vaða uppi jafnt á himni sem jörðu. Munið þið þegar hann Þor- bergur komst til himna og sneri sjálfum Drottni, svo hann sagði: „Satt segir þú, sonur minn! Þetta hefur mér aldrei dottið í hug áður. Gakk inn í fögnuð herra þíns! Og það varð þögn umhverfis hásæti Drottins allsherjar. En hann mælti til hinna skínandi hersveita: Vér breytum skipulaginu! Og það varð bylting í ríki út- valdra.“ Og dánumaðurinn lauk tali sínu svo: „Þarna sjáið þið það, bolsarn- ir eru jafn hættulegir á himni sem jörðu." Úrslitakosturinn — að afhenda Banda- ríkjunum ísland „til verndar“! Hermann Jónasson um „samn- inginn" 24.-25. júní 1941: „Þetta var raunverulega enginn samningur. Það voru 24 stunda útslitakostir, sem settir voru á endanum og við urðum að ganga að, þó að það héti svona fallega, að viö bæðum um þessa vernd af frjálsum vilja.“ / samtali við E.O. nokkru síðar. 48

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.