Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 3

Réttur - 01.01.1993, Side 3
INGIR. HELGASON: Minningarorð um Einar Olgeirsson Flutt í Dómkirkjunni í Reykjavík 15. febrúar 1993 Hann Einbúi gnœfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt og klettablóm táfestu missa. Þó kalt hljóti nepjan að nœða hans tind svo nakinn, hann hopar þó hvergi. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. Við erum hér saman komin til að votta hinum látna vini okkar, Einari Olgeirs- syni virðingu og þakklæti. í hugskoti rnínu rís Einar sem fjallið í þessum ljóð- línum Stephans G. Ég hitti Einar fyrst í upphafi síðari heimstyrjaldarinnar í leshring, sem hann hélt fyrir nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík um jafnaðarstefnuna. Hann hreif okkur alla með leiftrandi frásögn og útskýringum, lýsti veruleikanum í kring- um okkur í sögulegu samhengi og gaf okkur vænan skerf af þeim eldmóði, sem knúði hann áfram. Ég man, hvernig hann útlistaði lögmál rökþróunarinnar í hinni lifandi náttúru og gaf okkur skilning á þeirri dialektísku einingu, sem sérhver lífvera myndar með umhverfi sínu. Taktu vatnið burtu og fiskurinn deyr. Gefðu barninu brauð og það dafnar. Ég man líka, hvernig hann skýrgreindi hugtökin um réttlætið, jöfnuðinn og frels- ið með óþrjótandi dæmum, og hvernig hann gaf okkur hugsjónina um samfélag manna, sem byggt væri á siðrænum grundvelli sameignar, réttlætis og sam- hjálpar. Kennimannlegar voru útskýring- ar hans á skipulagi frumkristnu safnað- anna með tilvitnunum í Postulasöguna, þar sem segir: „í hinum fjölmenna hópi þeirra, sem trú höfðu tekið, taldi engin þeirra neitt vera sitt, sem hann átti, held- 3

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.