Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 69

Réttur - 01.01.1993, Side 69
GILS GUÐMUNDSSON: Úr gömlum Rétti Tímaritið „Rettur“ hóf göngu sína í desember 1915, á tímum heimsstyrjaldar- innar fyrri. Hann var í upphafi málgagn nokkurra þeirra manna, sem róttækastir voru meðal þingeyskrar félagsmálahreyfingar. Aðalútgefandi og ábyrgðarmaður var Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi, en með honum sátu í ritnefnd Benedikt Jónsson frá Auðnum, Jónas Jónsson frá Hriflu, Benedikt Björnsson skólastjóri á Húsavík, Páll Jónsson kennari á Hvanneyri og Biarni Ásgeirsson, síðar þing- maður og ráðherra. „Réttur“ var frá upphafi einkenndur sem „tímarit um félagsmál og mannrétt- indi“. Á titilsíðu stóðu þessi einkunnar- orð: „Vér biðjum eigi um neinar náðar- veitingar eða sérréttindi, en vér heimtum réttlæti, eigi aðeins lagalegt, heldur nátt- úrulegt réttlæti.“ Þórólfur Sigurðsson segir í ávarpsorð- um sínum í fyrsta hefti „Réttar“, að þrjár séu þær skipulagsreglur, sem fullnægi best þeirri kröfu um „náttúrulegt rétt- læti“, sem tímaritið berjist fyrir. Þær séu þessar: Jafnaðarmennskan (sósíalismi), Georgisminn og samvinnustefnan. Pór- ólfur Sigurðsson var ritstjóri „Réttar“ til ársloka 1925, en frá og með árinu 1926 varð Einar Olgeirsson eigandi og ritstjóri tímaritsins. Hér á eftir verða, til fróðleiks og upp- rifjunar, birt nokkur ritgerðabrot úr gömlum „Rétti“. Þórólfur Sigurðsson: „Réttur“ „Réttur“ á að tákna réttlætishugsjón- ina; hann á að leita að henni í smáu sem stóru, svo langt sem andlegir kraftar hans ná til annara þjóða. Hann á að útskýra hana fyrir lesendunum og hafa hana fyrir mælikvarða í öllum málum. Það er enn- 69

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.