Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 44
HELGIGUÐMUNDSSON:
Frá Jesúprenti
til Nýmælis
Fáein orð um upphaf
og endalok Þjóðviljans
„Slíkt dagbiað er nú orðið lífsnauðsyn fyrir íslensku verkalýðshreyíinguna, ef
hún á að geta rækt sitt mikla pólitíska hlutverk að vinna millistéttirnar til banda-
lags við sig um verndun lýðræðisins og sjálfstæðisins og sköpun betra lífs fyrir
alla alþýðu landsins.
Þess vegna hefur Kommúnistaflokkur-
inn ákveðið að hefja útgáfu dagblaðs í
Reykjavík um næstu helgi. Það dagblað
setur sér fyrst og fremst að takmarki bar-
áttuna gegn áhrifum Morgunblaðsins í
Reykjavík, sem undir yfirskyni róttækra
krafa og ástar á frelsi og sjálfstæði þjóðar-
innar, reynir að læða eitri fasismans inn í
raðir millistéttarinnar og verkalýðsins í
Reykjavík. Hið nýja dagblað verður látið
koma út á morgnana, verður gert að góðu
fréttablaði, skemmtilegu og fróðlegu
aflestrar, til þess að geta uppfyllt þær
kröfur, sem fólk gerir til dagblaðs, auk
hins pólitíska innihalds í því.“
★
Þann 27. október 1936 boðaði Verk-
ýðsblaðið, málgagn Kommúnistaflokks
íslands, útkomu Þjóðviljans með ofan-
greindum orðum. Fjórum dögum síðar,
31. október kom fyrsta tölublaðið út. Rit-
stjóri hins nýja dagblaðs var Einar Ol-
geirsson, en hann hafði verið ritstjóri
Verklýðsblaðsins, sem flokkurinn hafði
gefið út í sex ár og kom út tvisvar í viku
þegar hér var komið. Þjóðviljinn var
prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgason-
ar, sem var í eigu KFUM-manna. Var
prentsmiðjan því einatt kölluð Jesúprent.
Kommúnistaflokkurinn var nýlega
kominn út úr miklum innanflokks erfið-
leikum, þar sem hart var deilt um af-
stöðuna til Alþýðuflokksins. Framan af
höfðu þeir yfirhöndina sem litu svo á að
Alþýðuflokkurinn væri höfuðandstæðing-
urinn. Margir voru reknir úr flokknum og
44
i