Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 74

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 74
eða svokölluðu pólitísku jafnrétti, treyst- andi og trúandi því, að með þessu svo- kallaða pólitíska atkvæðafrelsi komi öll önnur gæði lífsins svo að segja af sjálfu sér. En þetta hefir herfilega brugðist, og því til sönnunar þarf ekki annað en benda á ástandið eins og það er nú í heiminum, því aldrei hefir örbirgð og réttleysi fjöld- ans af mannfólkinu verið auðsærri og meiri en nú, á þessari marglofuðu frelsis- og samkeppnisöld, aldrei hefir jafnmikili hluti mannfólksins verið útilokaður frá hinum einu lindum lífsskilyrðanna, nátt- úrugæðunum ... Auðna verður að ráða, hvort síðar heppnast í þessu litla riti að benda á færar leiðir til þess að efla sannarlegt réttlæti og jafnrétti í þjóðfélagi voru. (Gamalt og nýtt, Réttur 1918) Jónas Jónsson, frá Hriflu: Þrír flokkar Mitt í þeim glundroða, sem nú drottnar í stjórnmálalífi íslendinga sést að veru- legar breytingar eru í aðsigi; og má jafn- vel segja að nú móti fyrir aðallínum í flokkaskiptingu þeirri, sem er að verða til. Er þar skemmst af að segja, að þjóðin er að skipta um þungamiðju f landsmála- baráttunni, er að hverfa frá því að skipast í flokka um sambandsmálið. í stað þess flokkast menn nú um innanlandsmálin á sama hátt og í öðrum þingstjórnarlönd- um: Hægrimenn (íhaldsfl.), Vinstrimenn (frjálslyndir o.fl.) og jafnaðarmenn (Al- þýðufl.) ... í bæjum má gera ráð fyrir að hægri- menn glími við jafnaðarstefnuna, en vinstri- manna gæti fremur lítið. Við hlutfalls- kosningu til bæjarstjórnar geta fátækling- arnir náð meirihluta a.m.k. við og við, og þá fengið færi til að koma sumum af hug- sjónum jafnaðarstefnunnar í fram- kvæmd, t.d. rekið kúabú, garðrækt og fiskveiðar til hagnaðar bæjarfélögum. Látið bæina byggja holl hús yfir þá skýlis- lausu, eignast lönd og lóðir, gera leikvelli og íþróttastöðvar, bókasöfn og góða skóla handa æskumönnum bæjanna. Fá- tækt og ömurleg kjör verkamannalýðsins í íslensku kauptúnunum var að verða eitt mesta vandamál þjóðarinnar. Úrkynjun stóð bersýnilega fyrir dyrum, bæði líkam- leg og andleg hnignun. Frá þjóðlegu sjónarmiði er það stór- happ, ef verkamannastéttin „vinnur sig upp“ úr bágindunum. Fjóðinni bætast þá auknir kraftar til allra mannrauna. Og er- lend reynsla er sú, að engin stefna hefur orðið eiginleg lyftistöng verkamanna- stéttinni, nema jafnaðarmennskan. Vegna verkamanna sjálfra, vegna þjóðarinnar í heild sinni og vegna hinnar eðlilegu flokkaskipunar, sem ein tryggir framfarir í þingstjórnarlöndum, var jafnaðarstefn- an nauðsynleg íslenskum verkamönnum í kauptúnunum. Vinstrimannaflokkurinn hlýtur að fá sinn aðalstyrk frá gáfuðum og áhugasöm- um bændum, í sveit og við sjó. Ennfrem- ur nokkrum liðsauka frá miðstétt kaup- túnanna. Þó að vinstrimannaflokkurinn spretti í skjóli bændaflokkanna, getur hann engan veginn orðið agrar-flokkur. Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar heima. Feir lenda sjálfkrafa í fylkingarbrjósti hægri- mennskunnar. Takmark vinstrimennsk- unnar er: alhliða framför þjóðarinnar, efnaleg, andleg og siðferðisleg. Þar er meira verk að inna af höndum heldur en ein kynslóð nær til. En hægra verður eft- irkomendunum að halda í horfinu, er rétt er lögð undirstaðan ... Myndun hinna þriggja nýju flokka er 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.