Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 73

Réttur - 01.01.1993, Side 73
Þorsteinn Erlingsson. Jónas Jónsson frá Hriflu. reyna þaö sem unnt er til þess að færa menn saman. Frá minni hendi get eg nú ekki bent á nema ofurlítið af góðum vilja. Og það vita margir góðir menn í þessu félagi, að eg hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem ég gat veitt, ef menn hefðu séð sér gagn að því að þiggja það. Af því það er sannfær- ing mín að fræðslan og þekkingin komi ykkur upp á samtaka- og sigurbrautina. Þessi sannfæring mín er orsök í því að eg stend hér í kveld. — Sannfæringin um það, að sannleikurinn muni gera ykkur frjálsa. Þeim eina konungi vil eg vinna það, sem eg vinn. Benedikt Jónsson, frá Auðnum: Sannarlegt réttlæti Þegar eldra skipulag er rofið, af því að það þykir valda misrétti og útilokun, þá er það aldrei rofið svo til grunna, að ekki haldi margir eftir mikilvægum sérréttind- uni, ýmist yfir auðæfum, framleiðslutækj- um eða framleiðslulindum (landi), og þeir standa því ólíkt betur að vígi en þeir, sem kapphlaupið eða baráttuna byrja með tvær hendur tómar og réttlausir til frumskilyrðanna fyrir lífsnauðsynjunum. Þeir bíða því eðlilega ósigur í baráttu samkeppninnar skipulagslega, en þeir vinna sigurinn, sem bestum vígjum hafa náð fyrirfram eða óhlutvandastir eru. Og sigurinn er í því fólginn að ná á sitt vald árangrinum af starfi og striti hins skipu- lagslausa og verndarlausa mannamors. Þetta er grundvöllur og upphaf hins mikla umrædda auðvalds, og frumorsök þess fyrirbrigðis, að því harðari og stærri skrefum sem hinar verklegu framfarir fara, því fleiri vélar sem fundnar eru til þess að auka framleiðsluna og létta vinn- una; því meira vex fátækt, bjargþrot og þrælkun fjöldans af fólkinu ... Þessum straumum í þjóðlífinu er af flestum mönnum minni gaumur gefinn en hinum stjórnarfarslegu eða pólitísku. Þar berjast menn fyrir allskonar réttindum 73

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.