Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 33

Réttur - 01.01.1993, Side 33
heiðraðs svars yðar hið allra fyrsta“ (Alþt. 1943 D. 30). Hinir flokkarnir svöruðu ekki erindinu. Sósíalistaflokkurinn flutti þessa daga skattalagafrumvarp og óskaði afgreiðslu á því og fór fram útvarpsumræða um málið. í þá umræðu kom lýðveldismálið að sJálfsögðu og segir Björn Þórðarson frá rsðunni. Þar veitist Einar að Sjálfstæðis- hokknum fyrir að vilja ekki afgreiða stjórnarskrána á þessu þingi, ekki síst með hliðsjón af því að Sjálfstæðisflokkur- 'nn hafði áður haft uppi þá stefnu að af- greiða ætti lýðveldismálið svo snemma að unnt yrði að stofna lýðveldi 1942. Þinginu var svo frestað með mótat- kvæðum Sósíalistaflokksins. Þingið átti að koma saman aftur í síðasta lagi 1. sept- ember um haustið. 5»ÞjóðhættuIeg“ undirskrifta- söfnun og skoðanakönnun Hm leið og þinginu hafði verið frestað hófst andróður gegn stofnun lýðveldis. 61 maður skrifar undir áskorun til ríkis- stjórnarinnar þess efnis að fresta nú stofnun lýðveldis. í þeim hópi er Björn hórðarson lögmaður sem síðar varð for- sætisráðherra í utanþingsstjórninni og áð- Ur getur um. Forsætisráðherra Ólafur Thors sagði þeim félögum að undirskriftasöfnunin §æti haft „þjóðhættulegar afleiðingar“ og yar hún því ekki birt en rædd á lokuðum fundi alþingis. lJrír ungir hagfræðingar efndu til skoð- unakönnunar. Þeir lögðu þessa spurningu fyrir: »Á að slíta konungssambandinu við Panmörku og stofna lýðveldi á þessu án?“ 5 jo/o svöru5u ekki, 44,5% sögðu já Benedikt Gröndal í forsetastól, Björn Fr. Björnsson ritari, Einar f ræðustól alþingis. en 49,8 — eða mun fleiri — nei! Könnun- in birtist í Helgafelli. Á fundi nefndarinnar 18. maí ræddi formaður hennar um þessa könnun og er það bókað eftir honum að skoðanakönn- unin „væri að vísu villandi en gæti þó spillt fyrir ákjósanlegum árangri af þjóð- aratkvæðagreiðslu og virtist sér því á- stæða til þess að nefndin tæki til athugun- ar á hvern hátt hún gæti vakið þjóðina til aukins áhuga á stofnun lýðveldis á ís- landi“. Formaðurinn sem vakti máls á þessu var Bjarni Benediktsson. Þetta er rætt á fundi stjórnarskrár- nefndar 18. maí og störf nennar liggja niðri til 3. september. En tíminn sem leið var notaður til átaka um málið. Birtast 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.