Réttur


Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 6

Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 6
Og það var ekki síst harðri afstöðu Ein- ars Olgeirssonar að þakka, að ekki var hlustað á úrtölumenn heldur ákveðið að setja á stofn lýðveldi á íslandi 1944, áður en stríði lauk. í hita leiksins á styrjaldarárunum þurft- um við samherjar hans og þjóðin öll, að horfa upp á það, án þess að fá nokkuð að gert, að Einar, — þingmaður í fullvalda ríki, — var handtekinn af erlendu herliði og fluttur í fangelsi í öðru landi ásamt tveimur samverkamönnum sínum, Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Sigurði Guðmunds- syni. Handtöku og brottnám Einars þurfti líka Sigríður, eiginkona Einars, að þola, og var þetta með þyngri böggum í þeirri byrði, sem hún mátti með æðruleysi og mikilli reisn bera með Einari gegnum tíð- ina í óhemju krefjandi starfi hans. Tímabilið frá 1938 til 1967 í ævi Einars einkenndist mjög af því valdajafnvægi stéttanna, sem hann átti stærstan hlut í að skapa, og það var þá, sem Einar Olgeirs- son rís í hæstar hæðir sem stjórnmála- skörungur þessarar þjóðar. Á seinni hluta þessa tímabils eða 1956 stofnaði Einar Álþýðubandalagið sem kosningabandalag Sósíalistaflokksins og vinstri manna, sem áttu samleið með flokknum, en vildu ekki vera í skipulags- legum tengslum við hann. Árið 1967 lét Einar Olgeirsson af þing- mennsku og Magnús Kjartansson tók sæti hans á Alþingi. Ári eftir, eða 1968, er Al- þýðubandalagið gert að stjórnmálaflokki og jafnframt er Sósíalistaflokkurinn lagð- ur formlega niður. Átti Einar mjög stóran þátt í þessari skipulagsbreytingu hreyf- ingarinnar. Um þetta leyti var Einar búinn að vera í eldlínunni frá árinu 1924 eða í rúmlega fjörutíu ár, þar af á þingi í 30 ár. Honum fannst þá, að fullu dagsverki væri skilað. Aðrir og yngri menn þyrftu nú að taka við, breyttar og nýjar aðstæður kölluðu á nýja aðferðafræði. Þessi lokakafli í ævi Einars varð heldur lengri en hann átti sjálfur von á, hann stóð í 26 ár, og endaði nú 3. febrúar síð- astliðinn. Einar hætti þegar hann hætti. Engin bein afskipti hafði hann af stjórn- málum eftir þetta, og bar ekki við að reyna að segja þeim til, hinum yngri. Hann gaf þó út RÉTT sem fyrr með al- mennum pólitískum skrifum og fylgdist vel með gangi mála fram undir það síð- asta. Undir lokin, eða í desember síðastliðn- um, sé ég Einar níræðan sitja í gamla ruggustólnum sínum á Hrafnistu í Hafn- arfirði, þar sem vel fór um þau hjónin, lesandi upphátt úr einhverri bókinni fyrir Sigríði sína, sem hafði daprast sjón. Einar var alltaf sannfærður um nauð- syn þess, að byggja vinstri hreyfinguna upp sem fjöldahreyfingu. Það var hans grundvallarskoðun, að málefnin þyrftu að vera gagnsæ og baráttuaðferðir hreyfing- arinnar yrðu að skírskota til almennings. Nöfn og heiti skiptu minna máli en inntak og markmið. Einangrunarstefna í þessum efnum var eitur í hans beinum. Hann var með í stofnun Kommúnistaflokksins og lauk opinberu starfi sínu fyrir hreyfing- una sem formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Þjóðernishyggjan var ríkur þáttur í skoðunum og stjórnmálabaráttu Einars alla tíð án þess að hann léti alþjóðahyggj- una, sem honum var einnig hugstæð, flækjast fyrir sér. Einar gerði sér alltaf grein fyrir því, hve smæð þjóðarinnar skiptir miklu máli í allri ákvarðanatöku í þjóðhagsmálefnum okkar. Þar greindi hann á við suma þekkta og lærða hag- fræðinga landsins. Honum fannst að í 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.