Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 39

Réttur - 01.01.1993, Side 39
af því að það var utanþingsstjórn sem sat þessa dagana. Þingmenn hafa þess vegna haft frelsi! Atkvæði falla alla vega: Tillaga Stefáns Jóhanns um aldur for- seta var felld með 7 atkvæðum gegn 5. Tillaga ríkisstjórnarinnar (45 ár) var fekin aftur. Tillaga Brynjólfs Bjarnasonar var felld naumlega með 6 atkvæðum gegn 5. Tillaga Sveinbjörns Högnasonar var felld með 6 atkvæðum gegn 4. Þar með hafði nefndin fellt tillögur frá óllum og eftir stóð að lágmarksaldur for- setans skyldi vera 35 ár. 5. febrúar er enn fundur, þriðja daginn 1 röð. Þar var fyrst farið í 14 gr. Þar stóð ' 1. málslið: „Ráðherrar bera ábyrgð á embættis- rekstri sínum.“ Stefán Jóhann flutti þessa tillögu að í staðinn kæmi: vRáðherrar bera ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum öllum.“ Þessi tillaga var Samþykkt með 7 atkvæðum gegn 3. Einar Olgeirsson flutti eftirfarandi ^reytingartillögu við 20. gr: „Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka, auk embættis- 'T'anna þeirra sem taldir eru í 61. gr.“ Þessi tillaga var samþykkt með 8 sam- Eljóða atkvæðum. 23. gr. kom þá til meðferðar og í frum- varpinu stóðu þessi orð: »Forseti lýðveldisins getur frestað *undum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu s*nni á sama þingi. vTillaga Einars var sú að í stað orðanna ’’Sarna þingi“ kæmi „á ári“ og var tillaga Einars samþykkt með 8 samhljóða at- ^væðum. 24. gr. stjórnarskrárinnar fjallaði um þing- r°lsheimildina °g stóð þar í frumvarpinu: „Forseti lýðveldisins getur rofið al- þingi. Skal þá láta nýjar kosningar fara fram svo fljótt sem föng eru á, enda komi alþingi saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir þingrof.“ Þessu vildi Stefán Jóhann breyta og flutti þessa breytingartillögu: „Forseti lýðveldisins getur rofið alþingi og skal þá stofnað til nýrra kosninga áður en tveir mánuðir séu liðnir frá því, er það var rofið, en alþingi stefnt saman eigi síð- ar en 8 mánuðum eftir að það var rofið.“ Við þessa breytingartillögu kom fram breytingartillaga frá Einari Olgeirssyni um að í stað orðanna „en alþingi stefnt“ komi „enda komi alþingi“. Var sú breyt- ingartillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum og breytingartillaga Stefáns Jóhanns síðan samþykkt svo breytt með 6 atkvæðum gegn fjórum. Tekið skal fram að í fundargerðum samvinnunefndarinn- ar er þess yfirleitt aldrei getið hverjir það eru sem greiða atkvæði með eða á móti — aðeins birtar tölurnar. Á næsta fundi var afgreidd 11. gr. sem fjallar um það hvernig forseti lýðveldisins verði settur frá embætti og hvernig að henni skuli staðið svo og um að forseti lýðveldisins beri ekki ábyrgð á stjórnarat- höfnum. Á 7. fundi nefndarinnar var fjallað um 5. gr. sem kveður á um forsetakosningar og um meðmælendur með forsetafram- bjóðanda. Einar flutti þessa tillögu sem var samþykkt: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000.“ Tillaga ríkisstjórnarinnar kom ekki til atkvæða. Þá kom til meðferðar tillagan um þjóð- kjör forseta. Eftir var útfærslan á kjöri forseta. Stefán Jóhann flutti þá tillögu að hver kjósandi hefði leyfi til að kjósa for- 39

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.