Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 28
á ferðinni stórmerkilegar tillögur undir merkjum stéttabaráttunnar. Þar er til dæmis flutt tillaga um tiltekna embættis- menn og stöðu þeirra — og sú tillaga var samþykkt. Þannig er handbragð Einars ekki að- eins á öllum fundargerðum samvinnu- nefndar um stjórnarskrármálið heldur líka á stjórnarskránni sjálfri eins og hún var samþykkt að lokum. Þó skiptir þar eitt mestu máli: Það er sú áhersla sem Sósíalistaflokkurinn lagði á þjóðkjör for- setans — áhersla sem að lokum hafði full- an sigur og enn er staðreynd í stjórnar- skrá landsins. Hér verður nú rakinn aðdragandi lýð- veldisstofnunarinnar eftir fundargerðum þingnefnda svo og milliþinganefndar um stjórnarskrána, eftir bók Björns Pórðar- sonar Alþingi og frelsisbaráttan, nefndar- álitum og þingskjölum. í rauninni er hér um afar ófullkomið verk að ræða; æski- legt hefði verið að fylgja efni dagblaða frá þessum tímum svo og tímarita, en tíminn leyfir það ekki að sinni né heldur það hefti sem hér er gefið út. Sósíalistaflokkurinn vinnur tvennar kosningar Með sambandslagasamningnum frá 1918 var viðurkenndur réttur íslendinga til að taka öll mál í sínar hendur að 25 ár- um liðnum. í nefndaráliti meirihluta full- veldisnefndar Alþingis um sambandslög- in 1918 er tekið fram að það hafi verið skoðun Dana við samningana 1918 að sambandsslitin hlytu að valda skilnaði og töldu íslendingar að þar væri átt við kon- ungssambandið. 17. maí 1941 samþykkti Alþingi svo þingsályktun um að segja upp sambandslagasáttmálanum við Dan- 28 mörku og lýsti vilja sínum til að stofna lýðveldi á íslandi jafnskjótt og samband- inu við Danmörku yrði slitið. Þar með hafði Alþingi í raun samþykkt þá stefnu að stofna lýðveldi fyrir árslok 1943. 13. október 1941 var alþingi kvatt sam- an til að ræða dýrtíðarmálin. Það var svo- kölluð þjóðstjórn sem stóð að því að kalla þingið saman. í henni voru fulltrúar Alþýðuflokks Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Framsóknarflokkurinn lagði þá fram frumvarp um að banna kaup- hækkanir og verðhækkanir innlendra af- urða. Alþýðuflokkurinn lagði fram annað frumvarp. Þar með var stjórnin sprungin. Aukaþinginu var slitið og ný stjórn tók við — sömu flokka. Hún aðhafðist ekkert heldur í dýrtíðarmálunum. Fyrr en 8. janúar að forsætisráðherra boðaði bráða- birgðalög sem bönnuðu hækkun grunn- kaups. Það voru gerðardómslögin al- ræmdu. Sósíalistaflokkurinn — sem hafði enn aðeins 3 þingmenn — lagðist í víking gegn þeim lögum. Verkalýðshreyfingin sömuleiðis og hóf skæruhernað. Alþýðu- flokkurinn sagði sig úr stjórninni við svo búið og snerist gegn henni, en Sósíalista- flokkurinn var þegar á sigurbraut og vann tvennar kosningar á þessu ári. Alþingi kom saman á ný 16. febrúar. Flutt var þingmannafrumvarp um breyt- ing á stjórnarskránni sem gerði ráð fyrir breytingum á kjördæmaskipan og kosn- ingalögum. Framsókn barðist gegn breyt- ingunni en aðrir flokkar voru hlynntir henni. Málinu var vísað til nefndar sem klofnaði. Formaðurinn, Gísli Sveinsson, lék sérkennilega leiki í nefndinni; lagði meðal annars til að kosningum yrði frest- að á ný, en sú tillaga fékk engan stuðning. Kosningum hafði verið frestað með þings- ályktun árið áður sem var hreint stjórnar- skrárbrot. Meirihluti stjórnarskrárnefnd- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.