Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 17

Réttur - 01.01.1993, Side 17
LÚÐVÍK JÓSEPSSON: .kf* \ * - JpK Sósíalisti = jafnaðarmaður Þakka má góðum mönnum og áhugasömum um íslenzkt mál, að allmörg er- lend orð og alþjóðleg, hafa fengið íslenzkt samheiti og orðið með tímanum þægi- leg nýyrði, sem fylgt hafa eðlilega kröfum íslenzkra málreglna. Þegar vel hefur tekist til með orðasmíð þessa, hefir augljós eða auðskilin merking hinna erlendu orða fylgt með í íslenzka samheitinu. Þannig var þessu farið með orðin sósí- alismi og sósíalisti. Þau urðu á íslenzku jafnaðarstefna og jafnaðarmaður. Hér á landi hófst ekki teljandi umræða um hina nýju þjóðmálastefnu sósíalisma fyrr en um síðustu aldamót. Einn af þeim sem fyrstur tók að skrifa um kenningar sósíalismans í íslenzk blöð var Þorsteinn Erlingsson, skáld. Hann kom heim frá Danmörku rétt um aldamótin og hóf strax vinnu við ritstjórn og blaða- mennsku. Porsteinn kynntist kenningum sósíalismans í Danmörku og starfaði þar um tíma í samtökum danskra sósíalista. Þorsteinn Erlingsson var ekki aðeins gott skáld og mikið ljúfmenni. Hann hafði næma réttlætiskennd og stóð óhikað með þeim sem minnimáttar var, jafnvel þó að það yrði honum sjálfum til erfið- leika. Þorsteinn hreifst af jafnaðar- og réttlætiskenningum sósíalsimans. Hann hreifst af þeim boðskap að fátækir erfiðis- menn ættu að hafa fullan og óskertan þegnrétt, — kosningarétt og rétt til at- vinnuöryggis — allt til fulls jafnræðis við stóreignamenn og eigendur fyrirtækja. Sósíalisminn boðaði að verkafólk ætti að hafa rétt til að skipuleggja mál sín í félög- um og semja við atvinnurekendur um kaup og kjör. Sú kenning sósíalismans, að hin voldugu atvinnutæki, verksmiðjur, stórverzlanir, samgöngur og sími, ætti að reka með hagsmuni almennings að leiðar- ljósi, en ekki til þjónustu við örfáa eig- 17

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.