Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 52

Réttur - 01.01.1993, Page 52
Réttur 1926 - 1989. Tímarit um þjóðfélagsmál Það er auðvitað hinn ungi hugsjóna- maður, útgefandi og ritstjóri frá árinu 1926, sem ritar af þekkingu og eldmóði mestan hluta þess efnis sem síðar á eftir að birtast í Rétti, allar götur fram til síð- ustu ára. Skrif hans spanna alla efnis- flokka: sögu, menningu, bókmenntir og stjórnmál, innlend sem erlend. Og allt stefnir að sama punkti: „að boða í honum sósíalismann sem stefnu og lokatakmark, að reyna að sameina eftir bestu getu þá dægurbaráttu, er alþýða ætíð verður að heyja, og baráttuna fyrir þjóðfélagi sósí- alismans, samræma umbóta- og áhrifa- baráttuna innan hins borgaralega þjóðfé- lags og byltingarbaráttuna fyrir afnámi auðvaldsdrottnunar yfir alþýðu og grund- völlun þess sameignar-samfélags, sem al- þýðan ræður sjálf“ (Sjá nánar 3ja hefti Réttar 1976: Þegar Réttur varð málgagn marxista, úrval greina í bók Einars, Upp- reisn alþýðu, MM 1978, og Kraftaverk einnar kynslóðar, MM 1983, bls. 109- 112). Af einstökum skrifum Einars Olgeirs- sonar í Rétt má ef til vill minna á eftirfar- andi greinar, sem eru undirrituðum minn- isstæðar: Erlendir menningarstraumar og íslendingar (1926), Ánauð nútímans og hlutverk íslenzkrar alþýðu (1927), Tíu ára verkalýðsvöld 1917 - 7. nóv. - 1927 (1927), Árgalarnir áminna (1928), Skáld á leið til socialismans (1932), Vér ákærum þrælahaldið á íslandi (1932), Efling kommúnismans og andóf Jónasar frá Hriflu (1933), Socialismi eða Fasismi (1933), Valdakerfið á íslandi 1927-1939 (1939), Baráttan um tilveru íslendinga (1943), Marx og marxisminn (1958), Sósí- alismi og samfylking (1966), Alþjóða- hreyfing sósíalista (1969), Byltingarsinn- uð kristni (1970), Straumhvörf sem KFÍ olli (1970), Frá Parísarkommúnu til heimsbyltingar (1971), Uppreisn Vefar- anna (1973), Fasisminn í Chile (1973), Upphaf bandarískrar ásælni á íslandi (1974) og Hið rauða lið (1980). Réttur er auðvitað spegill sinnar sam- tíðar. Hann endurspeglar þær áherslur, stefnu og baráttuleiðir, sem hinn róttæk- asti armur vinstri hreyfingar á íslandi hafði lengst af. Þannig má lesa af blaðsíð- um ritsins tíðarandann og átökin í stjórn- málunum. Upphafsár Réttar einkennast af upplýsingu og fræðslu. Stjórnmála- stefnur, sósíalisminn og marxisminn, eru kynntar og fylgst með Rússnesku bylting- unni. Áratugurinn 1930-40, kreppuárin, 52

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.