Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 54

Réttur - 01.01.1993, Síða 54
engum á óvart sem þekkir til baráttu- sögu íslenskra sósíalista, en þar eru þeir félagar, Einar og Brynjólfur, lengi vel fremstir meðal jafningja, jafnt í dægur- baráttunni sem hugmyndafræðilegri stefnumótun, innan flokksins, á alþingi og í fjölmiðlum. Margar af greinum Brynjólfs úr Rétti eru birtar í bókum hans, Með storminn í fangið I-II (MM 1973). Þó skulu hér tilgreindar nokkrar: Jafnaðarstefnan fyrir daga Karls Marx (1929), Hin efnalega söguskoðun (1930), Hin nýja sjálfstæðisbarátta íslendinga (1944), Það svar verður munað um ár og aldir (1949), Gelgjuskeið nýrra þjóðfé- lagshátta (1957), Stjórnlist sósíalískrar hreyfingar (1978). Fast á hæla Brynjólfs kemur svo einn snjallasti penni sósíalískrar hreyfingar fyrr og síðar, Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, sem skrifaði m.a., Alþjóða- sambönd verkalýðsins (1929), Byltingar- hreyfingin í Kína (1930), Miðjarðarhafið og Suðurlönd (Vagga veraldarsögunnar) og Baráttan um Miðjarðarhafið (Hálf- máninn og krossinn) (1942) , í ljósaskipt- um aldarinnar (1949) og Dagsbrún 60 ára (1966). Pá ritaði Sverrir margar greinar í Víðsjá Réttar um erlenda viðburði. Pað gerði einnig Björn Franzson, sem átti ýmsar greinar í Rétti, m.a. Um trúar- brögðin (1936). Skáld og rithöfundar settu svip sinn á Rétt allan tímann. Iðulega vitnaði Einar í Þorstein Erlingsson og Stephan G. Steph- ansson, í greinum sínum og Neistum, og skrifaði reyndar merka ritgerð um þá í Rétti 1928: Árgalarnir áminna. Halldór Kiljan Laxness tekur hressilega til hend- inni uppúr 1930 og skrifar hverja ádrep- una á fætur annarri: Alþýðuverslanir (1930), Þeir koma til yðar í sauðarklæð- um (1930), Hvers vegna eru lærðir menn ekki socialistar? (1931), Fátækt Jónasar Hallgrímssonar (1933), smásöguna Pórð- ur gamli halti (1933), Barnamorðinginn María Farrar (þýðing eftir Bert Brecht, 1934), Fasisminn og aðstaða skálda (1937) og Mannasiðir (1941). Mikilvirkur er einnig Jóhannes úr Kötlum, en um langan tíma birtast kvæði hans í Rétti, t.d. Vér öreigar (1934), Mitt fólk (1937), Hugleiðingar um líf og list (1947), Kveðja til Sigfúsar (1952), Talað við atómfólk (1955). Af öðrum skáldum sem birta ljóð, sög- ur eða greinar eftir sig má nefna: Davíð Stefánsson (Hrærekur konungur í Kálf- skinni, 1926), Þórberg Þórðarson (Heim- speki eymdarinnar, 1927), Halldór Stef- ánsson (margar smásögur, m.a. Önnur persóna eintölu, 1937), Stein Steinarr (Verkamaður, 1933), Kristínu Sigfúsdótt- ur (Örbirgð , 1926), Hallstein Karlsson, Jón úr Vör, Skúla Guðjónsson, Gils Guð- mundsson, Ólaf Jóhann Sigurðsson (Að komast áfram í heiminum, 1954), Einar Braga, Þorstein Valdimarsson (fjölmörg kvæði), Jakobínu Sigurðardóttur (m.a. Brást þér værð, 1954), Halldóru B. Björnsson, Sigfús Daðason, Jón Óskar, Tryggva Emilsson, Jón frá Pálmholti, Þorstein frá Hamri, Vilborgu Dagbjarts- dóttur, Njörð P. Njarðvík og Elísabetu Porgeirsdóttur, að ógleymdri Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem jafnframt átti sæti í ritnefnd Réttar síðustu árin og skrifaði þá einnig margar greinar, m.a. Nýir tímar í Nicaragua (1979), José Martin, þjóðhetja Kúbu (1983) og Byltingin á Kúbu (1984). Talsvert er um þýðingar í Rétti og einnig er áhersla lögð á að kynna erlenda höfunda, pólitíska hugsuði og skáld. í fyrsta hefti Réttar er þannig birt saga eftir Tolstoj. Um leið og Einar tekur við rit- stjórn 1926 birtast greinar eftir Martin A. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.