Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 13

Réttur - 01.01.1993, Síða 13
ÚR MINNINGARGREINUM: „Hann stóð í brimróti samtíðarinnar“ Fjölmargar minningargreinar um Einar Olgeirsson birtust í Morgunblaðinu, sunnudaginn 14. febrúar, daginn fyrir útför Einars. Þar ber allt að sama brunni: Einari er ekki einasta lýst sem einhverjum áhrifamesta stjórnmálaskörungi ís- lendinga á þessari öld og afburða ræðumanni, heldur einnig sem fræðaþuli mikl- um um sögu og menningu, áhrifaríkum kennara í pólitískum fræðum, sönnum hugsjónamanni og húmanista, og Ijúfmenni í persónulegum kynnum. Hér verður gripið örstutt niður í nokkrar af greinum þessum. „Ég var með Einari Olgeirssyni á Al- þingi í 25 ár. Það var gott að vera í skjóli hans fyrstu árin, en þó var ennþá betra að njóta yfirburða þekkingar hans á flestum þeim málum sem við þurftum að fást við. Einar var ekki aðeins harður kröfugerð- armaður um hærra kaup og bætt kjör vinnandi fólki til handa. Hann var stór- tækur hugsjónamaður um þjóðfélagsum- bætur, um betri atvinnutæki, um meiri þjóðarframleiðslu og um hagkvæmari rekstur atvinnufyrirtækja. Glöggt dæmi um þessa hlið Einars Olgeirssonar var nýsköpunarræðan hans fræga. Einar gerði vel sér ljóst, að á hernámsárunum hafði þjóðin fengið mikið fjármagn milli handa. Það fjármagn hafði eðlilega að miklum hluta farið í hækkun kaups og margvíslega eyðslu. Hann vissi að til þess að hægt væri að halda þeim lífskjörum sem náðst höfðu þurfti nýtt og öflugra ís- lenzkt atvinnulíf. Einar var einn aðalhöf- undur nýsköpunarstjórnarinnar, þeirrar stjórnar sem tryggði að verulegur hluti stríðsgróðans færi til framtíðar atvinnu- uppbyggingar. Mörgum þótti undarlegt að Einar skyldi ekki verða ráðherra í ný- sköpunarstjórn Ólafs Thors. Mér er vel 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.