Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 13

Réttur - 01.01.1993, Page 13
ÚR MINNINGARGREINUM: „Hann stóð í brimróti samtíðarinnar“ Fjölmargar minningargreinar um Einar Olgeirsson birtust í Morgunblaðinu, sunnudaginn 14. febrúar, daginn fyrir útför Einars. Þar ber allt að sama brunni: Einari er ekki einasta lýst sem einhverjum áhrifamesta stjórnmálaskörungi ís- lendinga á þessari öld og afburða ræðumanni, heldur einnig sem fræðaþuli mikl- um um sögu og menningu, áhrifaríkum kennara í pólitískum fræðum, sönnum hugsjónamanni og húmanista, og Ijúfmenni í persónulegum kynnum. Hér verður gripið örstutt niður í nokkrar af greinum þessum. „Ég var með Einari Olgeirssyni á Al- þingi í 25 ár. Það var gott að vera í skjóli hans fyrstu árin, en þó var ennþá betra að njóta yfirburða þekkingar hans á flestum þeim málum sem við þurftum að fást við. Einar var ekki aðeins harður kröfugerð- armaður um hærra kaup og bætt kjör vinnandi fólki til handa. Hann var stór- tækur hugsjónamaður um þjóðfélagsum- bætur, um betri atvinnutæki, um meiri þjóðarframleiðslu og um hagkvæmari rekstur atvinnufyrirtækja. Glöggt dæmi um þessa hlið Einars Olgeirssonar var nýsköpunarræðan hans fræga. Einar gerði vel sér ljóst, að á hernámsárunum hafði þjóðin fengið mikið fjármagn milli handa. Það fjármagn hafði eðlilega að miklum hluta farið í hækkun kaups og margvíslega eyðslu. Hann vissi að til þess að hægt væri að halda þeim lífskjörum sem náðst höfðu þurfti nýtt og öflugra ís- lenzkt atvinnulíf. Einar var einn aðalhöf- undur nýsköpunarstjórnarinnar, þeirrar stjórnar sem tryggði að verulegur hluti stríðsgróðans færi til framtíðar atvinnu- uppbyggingar. Mörgum þótti undarlegt að Einar skyldi ekki verða ráðherra í ný- sköpunarstjórn Ólafs Thors. Mér er vel 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.