Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 72

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 72
nokkur þau grundvallaratriði þess siða- lögmáls, sem mennirnir þó í orði kveðnu viðurkenna, og þykjast fylgja. Þetta er hin sanna og dýpsta orsök stríðsins. (Kaflar úr ritgerð í fyrsta árgangi Réttar, 1915) Þorsteinn Erlingsson: V erkamannasamtökin Sunnudaginn milli jóla og nýárs 1912 flutti skáldið Þorsteinn Erlingsson ræðu á fundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Ræðan var heit hvatning til íslenskrar al- þýðu að efla samtök sín og auka þekk- ingu sína á þjóðmálum með lestri bóka og blaða um jafnaðarstefnu og verkalýðs- mál. Þá eggjaði hann og til útgáfu ís- lenskra rita til að efla fræðslu og auka samstöðu um málefni verkalýðsins. Kafl- ar úr ræðunni birtust í Rétti 1916. Hér fer á eftir niðurlag ræðunnar, dálítið stytt. Eg hefi eigi tíma til þess nú að ræða nánar um framkvæmd og fyrirkomulag þeirrar menntunar, sem notadrýgst verð- ur. En við því býst eg að það verði svo hér, sem annarstaðar, að ef þið ætlið að standa á eigin fótum, og ekki á hækjum þeim og tréfótum, sem stjórnmálaflokk- arnir fá ykkur — þá verður að koma á stofn einhverjum vísi til blaða og tímarita eða bæklinga fyrir ykkar eigin aura, og eins verðið þið að leggja saman í þau út- lendu blöð og tímarit, sem fræða ykkur um það lífsnauðsynlegasta ykkur til handa. En hjá fræðslunni verður ekki komist. Á henni grundvallast allur auður og vald þessa tíma. Án hennar þrífst enginn fé- lagsskapur, hvorki hjá okkur né öðrum, og án félagsskapar getur lífið ekki orðið annað en undirlægjulíf — skósveinaæfi hjá þeim, sem meiri hefir þekkinguna. Tvær stéttir halda hér skást saman í landinu: embættismenn og kaupmenn. Enda hafa hvorirtveggju svo mikla þekk- ingu að þeir skilja, að hröfnunum er það hollast, að kroppa ekki augun hver úr öðrum, ef þeir eiga að bjarga sér. í ungdæmi mínu kom það einu sinni fyrir austur í sýslum, að tveir skynsemd- arbændur höfðu af sjálfum sér og öðrum fjögra skildinga hækkun á ullarpundinu með því að selja gamla Bryde í Vest- mannaeyjum sína ull, einir sér í laumi, fyrir eins skildings hækkun. Pá skorti ekki vit, en þá skorti menntun til að sjá hag sinn. Og fram hjá menntuninni sleppið þið ekki, hvernig svo sem hennar verður afl- að. Það kostar þekkingu að verða sjálf- stæður maður, og það kostar bæði fé og vinnu. En það er eina leiðin. Eg geri ráð fyrir að ykkur sé það nú ljóst orðið, af því sem eg hefi sagt, að samtök og samvinna verkalýðsins sé óum- flýjanleg, ef hann á ekki að verða troðinn undir fótum, og lifa af náð því lífi, sem auðvaldi og ráðandi stéttum þykir nægja. Lífið sjálft og reynslan sýnir okkur þetta alstaðar í smáu og stóru. Okkur finnst það sjálfsagt að margir menn sameini sig um að hrinda sex-æring fram og setja hann upp, þegar einn maður getur það ekki. Og jafn ljóst ætti það að vera, að sameina sig um að gera lífskjör sín og sinna skárri, þegar reynslan hefir sýnt að einstaklingurinn getur það ekki einn út af fyrir sig ... Eg hefi nú í 25 ár keypt og lesið útlend blöð og rit jafnaðarmanna, og varið til þess alt að 20 krónum árlega. Það er tæp- lega mögulegt að lesa árum saman þau rit án þess að sárna svo niðurlægingin, að maður hlýtur að verða félagslyndur, og 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.