Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 79

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 79
EINAR OLGEIRSSON: Bréf til föður, 1921 Árin 1918-1921 stundaði Einar nám við Menntaskólann í Reykjavík og dvaldi hjá móðurbróðir sínum, Páli Gíslasyni kaupmanni í Kaupangi við Vitatorg (Lindargötu) í Reykjavík. Bréf þetta skrifar Einar föður sínum, Olgeiri, í maí 1921 meðan hann er að lesa undir stúdentspróf. Skömmu áður, eða í apríl 1921, hafði Einar gengið í Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Kaupangi 21. maí 1921. Elsku hjartans pabbi minn. Jeg vona að þessar línur hitti ykkur öll glöð og frísk. Þá er nú upplestrarfríið langt komið og 7. júní byrjar prófið. Þeg- ar það er um garð gengið kemur nú að því að ég verð að fara að ákveða lífsstarf mitt. Jeg hef oft um það hugsað til hvers maður sje að lifa hjer og hvað sje til- gangurinn með þessari tilveru. Það er að vísu mál, sem ómögulegt er að leysa úr til hlítar en svo mikið finst mjer þó víst, að ekki geti það verið takmarkið að sækjast eftir auði og völdum hjer í lífinu, því þetta gerir manninn hvorki sælli nje betri og svalar heldur ekki löngun hans til þess að vinna eitthvað, sem er í sannleika mik- ið. Mjer finst að takmark mannanna hljóti að vera að komast sem allra lengst, þroskast sem best, verða sem allra ham- ingjusamastir, sem sje að grundvalla það mannfjelag, sem öllum líður vel í. Þetta er takmarkið og því verður náð með því að menn vinni sem allra best saman. Sam- vinnan á öllum sviðum hefur gert mann- kynið að því sem það er og það er hún sem á að lyfta því upp á hæsta tindinn. Og því meiri sem samvinnan verður, því bet- ur ryður hún bfautina fyrir samúð og kær- leika, því meira útrýmir hún eigingirni, því betur tekst manninum að sigra dýrið í 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.