Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 79

Réttur - 01.01.1993, Page 79
EINAR OLGEIRSSON: Bréf til föður, 1921 Árin 1918-1921 stundaði Einar nám við Menntaskólann í Reykjavík og dvaldi hjá móðurbróðir sínum, Páli Gíslasyni kaupmanni í Kaupangi við Vitatorg (Lindargötu) í Reykjavík. Bréf þetta skrifar Einar föður sínum, Olgeiri, í maí 1921 meðan hann er að lesa undir stúdentspróf. Skömmu áður, eða í apríl 1921, hafði Einar gengið í Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Kaupangi 21. maí 1921. Elsku hjartans pabbi minn. Jeg vona að þessar línur hitti ykkur öll glöð og frísk. Þá er nú upplestrarfríið langt komið og 7. júní byrjar prófið. Þeg- ar það er um garð gengið kemur nú að því að ég verð að fara að ákveða lífsstarf mitt. Jeg hef oft um það hugsað til hvers maður sje að lifa hjer og hvað sje til- gangurinn með þessari tilveru. Það er að vísu mál, sem ómögulegt er að leysa úr til hlítar en svo mikið finst mjer þó víst, að ekki geti það verið takmarkið að sækjast eftir auði og völdum hjer í lífinu, því þetta gerir manninn hvorki sælli nje betri og svalar heldur ekki löngun hans til þess að vinna eitthvað, sem er í sannleika mik- ið. Mjer finst að takmark mannanna hljóti að vera að komast sem allra lengst, þroskast sem best, verða sem allra ham- ingjusamastir, sem sje að grundvalla það mannfjelag, sem öllum líður vel í. Þetta er takmarkið og því verður náð með því að menn vinni sem allra best saman. Sam- vinnan á öllum sviðum hefur gert mann- kynið að því sem það er og það er hún sem á að lyfta því upp á hæsta tindinn. Og því meiri sem samvinnan verður, því bet- ur ryður hún bfautina fyrir samúð og kær- leika, því meira útrýmir hún eigingirni, því betur tekst manninum að sigra dýrið í 79

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.